Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 66

Bjóðum við þá nýjan styrktaraðila velkominn. Dýrheimar ætla að styrkja deildina um verðlaunagripi á árinu og fór það samstarf vel af stað á nýafstaðinni sýningu HRFÍ. DEILDARFRÉTTIR Það stefnir allt í öflugt starf á árinu og hlökkum við mikið til og vonumst til að sem flestir taki þátt í öflugu starfi deildarinnar. Fyrir hönd stjórnar, Rúna Helgadóttir Borgfjörð, varaformaður. Schnauzerdeild Helguhlíðar Játvarður varð í 1. sæti í tegundahópi 2. Eigendur hans eru Margrét Kjartansdóttir og Páll Sævar Guðjónsson og ræktandi Margrét Kjartansdóttir. Sýnandi hans er Ásta María Karlsdóttir. Uppskeruhátíð Schnauzerdeildar var haldin 18. janúar síðastliðinn. Vel var mætt og haldið var uppboð á vörum sem fengnar voru frá hinum ýmsu fyrirtækjum og ræktendum. Uppboðið fór fram undir styrkri stjórn veislustjórans, Brynju Tomer, og er orðið stærsti tekjuliður deildarinnar. Fiskbúðin Mos gaf fisk, sem notaður var í afar gómsæta súpu, sem boðið var upp á á hátíðinni og vill deildin þakka Stjána, eiganda fiskbúðarinnar, fyrir framlagið. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til þess að gera þessa hátíð að veruleika. Viðurkenningarskjöl voru afhent þar sem ræktendur, eigendur og hundar voru heiðraðir. Óskum við þeim öllum til hamingju með góðan árangur en eftirtaldir voru heiðraðir: Stigahæsti hundur deildarinnar - Kolskeggs Klaka Skrápur Stigahæsti ræktandi deildarinnar – Svartwalds-ræktun Stihahæsti hvolpur - Heljuheims Fenrir Stigahæsti öldungur - Charming Aska frá Ólafsvöllum Stigahæsti agility-hundur - Caruso of Taita´s Ushabti & Xerra Svarcava Stigahæsti vinnuhundur Svarthöfða Angus Young Á hvolpasýningu Hundaræktarfélagsins í 66 janúar síðastliðnum tóku nokkrir schnauzerhvolpar þátt, bæði dverg- og standardhvolpar. Er ekki annað hægt en að gleðjast yfir þessari skemmtilegu viðbót og tökum við fagnandi á móti þessum viðburði sem er vonandi kominn til að vera. Smáhundadagar Garðheima voru 8. og 9. febrúar og stórhundadagar 8. og 9. mars. Almennt eru þetta vel sóttar kynningar af almenningi og viljum við þakka þeim sem tóku þátt í að kynna tegundirnar og mættu sem fulltrúar fyrir sínar tegundir. Alþjóðleg hundasýning var í Klettagörðum 22.–23. febrúar og gerðu schnauzerhundar það ansi gott á sýningunni. Dvergschnauzerinn, Helguhlíðar Játvarður (svart/silfur) varð í 1. sæti í tegundahóp 2 og Barba Nigra Miss Sunshine (svört) í 3. sæti. Dvergschnauzer-hvolpurinn, Svartwalds Entertain Me (svört), varð svo í 3. sæti sem besti hvolpur dagsins 6-9 mánaða. Svartwalds-ræktun varð í öðru sæti sem besti ræktunarhópur dagsins og Helguhlíðar-ræktun í fjórða sæti. Svarta dvergschnauzertíkin, Barba Nigra Miss Sunshine, varð svo í fyrsta sæti með besta afkvæmahóp sýningar og risaschnauzertíkin, Mir-Jan´s Campari, í fjórða sæti með afkvæmum. Frekari úrslit sýningarinnar er hægt að sjá á deildarsíðunni. Aðalfundur Schnauzerdeildar fór fram þann 10. mars. Úr stjórn gengu Ragnhildur Gísladóttir og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir. Viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í nýrri stjórn sitja nú María Björg Tamimi (meðstjórnandi), Kolbrún Snorradóttir (meðstjórnandi), Sigrún Valdimarsdóttir (ritari), Margrét Kjartansdóttir (gjaldkeri) og Líney Björk Ívarsdóttir (formaður). Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi. Á döfinni Deildarsýning Schnauzerdeildar verður haldin þann 26. apríl. Dómari að þessu sinni er hin sænska, Charlott Orre, en hún er bæði ræktandi að svart/silfur og hvítum dverg og hefur réttindi til að dæma alla liti og stærðir schnauzera. Skráning er nú þegar hafin. Um kvöldið, eftir sýninguna, er deildin búin að bóka Nauthól þar sem að deildarmeðlimir geta komið og notið góðrar máltíðar saman. Charlotte verður svo með sýningarsnyrtingarnámskeið sunnudaginn 27. apríl. Fyrir hönd stjórnar, María Björg Tamimi. Tíbet spaniel deild Hnota varð besti hvolpur dagsins í flokknum 4-6 mánaða. Ljósm. Kolbrún Jónsdóttir. Sýningar Fyrsta sýning ársins var alþjóðleg og var haldin 22.-23. febrúar. Alls tóku 17 tíbet spaniel þátt, þar af þrír hvolpar sem stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari tegundahóps 9 var Francesco Cochetti frá Ítalíu. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB var C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Hann fékk CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hann gerði svo enn betur og varð í 4. sæti í tegundahópi 9. BR 2 var RW-13 C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Hann fékk vara-CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 3 var Tíbráar Tinda Tiger´s Eye „Tiger“. Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 4 var Tíbráar Tinda Red Snap Dragon „Dragon“. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BOS var RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Hún fékk sitt 4. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2 var Frostrósar Hrafna. Hún fékk sitt 1. meistarastig og vara-CACIB. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunnarsson. BT 3 var C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 4 var Tíbráar Tinda Tourmaline „Lotta“. Eigandi Kristín Elfa Guðnarsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Tveir aðrir rakkar, þeir Bruce (eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) og Frostrósar Greifi „Lúkas“ (eigandi Ingibjörg Blomsterberg, ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunn \