Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 50

Ísland kom skemmtilega á óvart Branislav Rajic frá Slóveníu sagði að Ísland hefði komið sér skemmtilega á óvart; gæði hundanna, fólkið og veðrið! „Ég bjóst ekki við svo miklu vegna þess að ég vissi hve einangruð þið eruð. Gæði hundanna ykkar komu mér svo sannarlega skemmtilega á óvart.“ Góður ræktunarhópur tíbet spaniel-hunda Aðspurður um tegundirnar sem hann dæmdi sagðist hann hafa fundið gæðahunda innan flestra ef ekki allra. Samt sem áður var hann ekki hrifinn af terrier-hundunum yfir heildina. „Ég held að vandamálið sé það að tegundirnar eru ekki vinsælar hér á landi og samkeppnin ekki nógu mikil. Þar Tegundahópur 9, 1. sæti toy poodle ISCh Lykkehuset’s Culture Clash Eigendur: Valborg Óðinsdóttir og Marta Georgsdóttir Ræktandi: Michael Lykke af leiðandi leitast ræktendur ef til vill ekki við að rækta betri og betri hunda.“ Aðra sögu hafði hann að segja um tegundir innan tegundahóps 9. „Mér fannst tegundahópur 9