Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 49

að havanese-ræktendur ættu að leita til Svíþjóðar eftir nýju blóði. Coton de tuléar voru sumir hverjir ekki með rétta feldgerð og skottstaðan var einnig röng. Yorkshire terrier voru af misjöfnum gæðum að hans mati en hann dæmdi þá einnig fyrir nokkrum árum hér á landi. Tegundahópur 5 misjafn Hann dæmdi allar tegundir í tegundahópi 5 að undanskildum íslenskum fjárhundi og siberian husky. Chow chow voru að hans mati of litlir og skapgerð þeirra var ekki í lagi að mati Arne. Enginn chow chow var valinn besti hundur tegundar. Samoyed voru flestir feldlitlir og alaskan malamute náðu ekki að hrífa hann neitt sérstaklega. Pomeranian voru í lagi yfir heildina en hann var þó ekki heillaður. „Í Noregi og Svíþjóð eru mjög margir fallegir pomeranianhundar en því miður fann ég engar stjörnur hér.“ Tveir norskir lundahundar voru skráðir til leiks og var Arne mjög hrifinn af þeim en þess má geta að þeir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi. „Þeir voru báðir af miklum gæðum og var ég mjög hrifinn af besta hundi tegundar. Það er frábært að þessir tveir hundar séu þeir fyrstu hér á landi, enda virkilega góðir fulltrúar tegundarinnar.“ Tegundahópur 5, 1. sæti siberian husky ISCh Múla Hríma Eigendur: Olga Rannveig Bragadóttir og Haraldur K. Hilmarsson Ræktandi: Steindór V. Sigurjónsson Fallegir boxer og st. bernharðshundar Arne kvaðst mjög ánægður með boxer í heild og voru margir hundar af miklum gæðum. „Mér fannst skapgerðin frábær og svo fannst mér margir með falleg höfuð.“ Það sama sagði hann um st. bernharðshundana. „Þeir voru frábærir! Bestu hundar tegundar í bæði stutt- og síðhærðum voru mjög fallegir. Mér fannst eins og ég hefði séð þann síðhærða áður og hafði rétt fyrir mér. Það er skemmtilegt að segja frá því að hann sigraði tegundahóp 2 hjá mér í Noregi!“ Gæði schäfer voru mjög góð yfir heildina, í báðum feldafbrigðunum. „Mér fannst rakkarnir almennt betri en tíkurnar. Ég hafði gaman af því að dæma marga fallega hvolpa innan tegundarinnar.“ Arne var sérlega hrifinn af besta hundi tegundar í welsh corgi permbroke sem varð þriðji besti hundur sýningar. Arne dæmdi úrslit í tegundahópum 4/6 og 5. „Ég var mjög hrifinn af báðum langhundunum í 1. og 2. sæti í úrslitum í tegundahópi 4/6. Mér fannst tegundahópur 5 nokkuð sterkur og var ánægður með sigurvegarann minn sem endaði sem besti hundur sýningar.“ Tegundahópur 7, 1. sæti weimaraner RW-13 C.I.E. ISShCh Trubon Cino Trounce Eigandi: Hulda Jónasdóttir Ræktandi: Miss S E Burton Hvolpar og öldungar Hann dæmdi einnig besta hvolp dagsins í yngri flokki seinni dag sýningarinnar sem og úrslit um besta öldung sýningar. „Allir hvolparnir sem urðu í verðlaunasætum komu úr tegundahópi 9. Tíbet spaniel-tíkin sem sigraði var virkilega falleg, með góða topplínu og skemmtilegt skap. Hún þarf meiri tíma til að þroskast en er virkilega lofandi.“ Honum fannst mikill heiður að fá að dæma öldungana en besti öldungur sýningar var schäfer-tík sem varð besta tík tegundar hjá honum. „Þetta var 8 ára tík sem hreyfði sig mjög vel. Hún var með mjög góða topplínu og hreyfingarnar nutu sín enn betur í stóra hringnum.“ Að mati Arne voru hundarnir í úrslitum um besta hund sýningar virkilega fallegir. „Það voru 6-7 sem hefðu getað komist í verðlaunasæti að mínu mati. Ég var mjög hrifinn af siberian husky, weimaraner-tíkin varð betri og betri, ég var hrifinn af corgi og dvergschnauzer sömuleiðis.“ Arne vildi að lokum gefa okkur þau ráð að fá nýtt blóð í sumum tegundum. „Þið eruð samt á réttri braut í mörgum tegundum, til dæmis í schäfer, siberian husky, boxer og fleirum.“ Tegundahópur 8, 1. sæti enskur springer spaniel ISShCh RW-13 Lokkur frá Götu Eigandi og ræktandi: Edda Janette Sigurðsson