Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 47

Benny dæmdi úrslit í tegundahópum 1 og 10. „Ég var mjög hrifinn af welsh corgi pembroke sem endaði sem þriðji besti hundur sýningar og schäferhundurinn heillaði mig líka. Tegundahópur 1 var mjög sterkur.“ Írski úlfhundurinn sem sigraði tegundahóp 10 var einnig mjög fallegur að hans sögn. Að lokum minntist Benny á allt unga fólkið sem sýndi hundana svo vel. „Svo fannst mér gaman að sjá breytinguna og framfarirnar sem hafa orðið í sumum tegundum. Hundarnir í úrslitum sýningar voru virkilega fallegir.“ Sumir siberian husky of stórir Kurt Nilsson frá Noregi var ánægður með gæði hundanna almennt og sýninguna í heild sinni. Hápunkturinn, að hans mati, var að hundar, sem hann dæmdi, urðu í 1. og 2. sæti í úrslitum um besta hund sýningar. Kurt dæmdi fjölda tegunda á sýningunni og meðal þeirra var ein sú fjölmennasta, siberian husky. „Ég var virkilega hrifinn af tíkinni sem varð besti hundur tegundar og endaði svo sem besti hundur sýningar. Sumir hundanna voru í stærra lagi og með of langan feld en tíkin sem vann var með hárréttan feld.“ Besti hvolpur sýningar sunnudag 4-6 mánaða, 1. sæti tíbet spaniel Hnota Eigandi: Guðrún Guðmundsdóttir Ræktandi: Dagný Egilsdóttir Hann sagðist ekki hafa orðið sérlega heillaður af dobermann, rottweiler og pincher og enskum setter. Hann var þó nokkuð sáttur við schnauzer og þá sérstaklega besta hund tegundar. „Besti hundur tegundar var mjög fallegur en með ö ɳ