Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 35

ekki að koma á óvart að þeir sönnuðu mál sitt og síðan fara hundarnir ekki í farangursrýmið. Black er að fást við nákvæmlega það sem hann var skapaður til að gera og nýfundnalandshundarnir vinninginn þegar kemur að eiga fjölda mannslífa bjargað úr sjó. Frægasta björgun nýfundnalandshunds var árið 1828 þegar hundur að nafni Hairy Man synti með björgunarlínu í gegnum stórsjó á strandstað út í bandaríska skipið Dispatch. Hægt var að setja upp línu á milli skips og lands og bjarga skipbrotsmönnunum. Hjartnæm er einnig sagan af nýfundnalandshundinum sem synti um í sjónum á milli björgunarbáta Titanic í þrjár klukkustundir eftir að skipið sökk og geltið í honum hjálpaði til við að beina skipinu Carpathia í átt að þeim sem höfðu lifað af. Húsbóndi hundsins, William Murdoch, fyrsti stýrimaður, sökk með skipinu. Spyrji maður leikmann fyrir hvaða hlutverk labrador var ræktaður eru 50% líkur á að svarið verði „leiðsöguhundur” Hefði 19. . aldar Englendingur verið spurður sömu spurningar um nýfundnalandshundinn hefði svarið líklega orðið „barnapössun”! Það er ekki tilviljun að hundurinn Nana, sem passar Darling börnin í Pétri Pan, er „newfie” Á ritunartíma sögunnar var . tegundin mjög vinsæl á heimilum betri borgara á Englandi. Þetta var vinsælasta hundategundin og stöðutákn í leiðinni. eru frábærir með börnum; Staðreyndin er sú að þessir frábæru heimilishundar og þolinmóðu hjálparhundar eru komnir langt frá því hlutverki sem þeir voru ræktaðir fyrir. Labradorinn ætti í raun að vera þekktur sem nýfundnalands retriever, það að hann skuli vera kenndur við Labrador er afleiðing þess að innflytjandi tegundarinnar til Englands, jarlinn af Malmesbury, ruglaði saman kanadísku nýfundnalandshundar landsvæðunum. Forfeður nýfundnalandshundsins og labradorsins komu til Norður-Ameríku á 16. öld með portúgölskum fiskimönnum sem smátt og smátt byrjuðu að velja hundunum mismunandi hlutverk. Minni hundarnir sóttu fugla í ísköld lónin en stærri hundarnir hjálpuðu til við að draga net og humargildrur, reipi á milli báta og þegar þörf var á bjarga mönnum úr sjónum. sterkir, með yn