Sámur 1. tbl 37. árg 2014 | Page 19

Íslenska landsliðið 2014 ásamt þjálfaranum, Auði Sif Sigurgeirsdóttur. Crufts 2014 Crufts, stærsta hundasýning í heimi, var haldin 6.-9. mars í Birmingham á Englandi. Alþjóðleg keppni ungra sýnenda var laugardaginn 8. mars. Þetta árið var metskráning í keppnina en 46 keppendur frá jafn mörgum löndum voru skráðir til leiks. Dómari var Dr. Tamas Jakkel frá Ungverjalandi. Theodóra Róbertsdóttir, stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokki 2013, keppti fyrir Íslands hönd Keppnin gengur þannig fyrir sig að fyrst koma allir keppendur inn í hringinn með þá hunda sem breski kennelklúbburinn útvegar Theodóra og samoyed-rakkinn, Noask. þeim. Hver keppandi velur tvær tegundir fyrir keppnina sem skipuleggjendur leitast við að útvega, það er annað hvort fyrsta eða annað val. Theodóra sýndi samoyed-rakkann, Noask. Eftir að dómarinn hafði dæmt alla sýnendur fóru þeir út úr hringnum og komu inn með nýja hunda en Theodóra fékk snögghærða vorsteh-tík. Þarna reynir svo sannarlega á hæfni sýnenda til að tengjast ókunnugum hundum og sýna þá eins vel og mögulegt er. Theodóra stóð sig frábærlega og var valin í 10 keppenda úrslit. Við óskum henni innilega til hamingju með frábæran endi á ferli sínum sem ungur sýnandi. Theodóra með snögghærðu vorsteh-tíkina sem hún fékk í skiptum. 19