Sámur 2. tbl 38. árg 2014 - Page 15

Sandell í símann og spurði hana að gamni hve lengi hún þyrfti að bíða eftir standard poodle-hvolpi frá henni. Fimm mínútum seinna var hún komin með lista af hundum sem voru ýmist í Svíþjóð eða á leiðinni þangað ásamt plönuðum gotum til að velja úr. ,,Charlotte sagðist líka vera með tík sem væri svolítið villt en hana langaði að halda inni í ræktuninni. Tík sem með réttum sýnanda væri ,,winner”. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og ákvað að taka hana.“ Bonnie og Jackson Multi Ch. Multi Winner Huffish Made For Headlines „Bonnie“ sigraði tegundahóp 9 og endaði sem 4. besti hundur sýningar á stórri sýningu í Svíþjóð. Ræktunin Inya Dreams er ræktunarnafn Sídu eins og áður sagði og ræktar hún chinese crested og er nýbyrjuð að rækta poodle. Hún hefur náð frábærum árangri með hundana sína á sýningum og segir árangurinn liggja í þeirri vinnu sem á sér stað utan sýningarhringjanna. ,,Til að ná árangri skiptir gríðarlega miklu máli að vera raunsær og heiðarlegur, sérstaklega við sjálfan sig. Maður verður að sætta sig við þá staðreynd að allir hvolpar séu ekki stjörnur en hafa í huga að þeir verði frábærir heimilishundar fyrir ástríkar fjölskyldur og einstaklinga.” Alveg síðan Sída fékk áhuga á ræktun hefur hún gefið sér góðan tíma til að fara út á sýningar, tala við reynda ræktendur og kynna sér málin vel. Hún segir skoðanir hennar og áherslur hafa breyst með tímanum eftir því sem bættist í reynslubankann. ,,Svo verðum við líka að hafa í huga að þegar við ræktum hunda erum við að eiga við náttúruna og þar af leiðandi er erfitt að segja til um hver útkoman verður. Það er hægt að gera allt rétt ,,á pappír” með því að spá og spegúlera og liggja yfir ættbókum en samt verður útkoman ekki eins og maður hafði hugsað sér eða vonast eftir.” Sída segir að alltaf sé hægt að gera betur og að ræktendur ættu að hafa það í huga þótt hundunum hafi gengið vel á sýningum, verið heilsuhraustir og gleðigjafar á sínum heimilum. Orðatiltækið ,,betur má ef duga skal” eigi vel við. ,,Samkeppnin hér í Svíþjóð er mjög hörð og það þýðir ekkert annað en að halda sér á tánum. Það er ekki nóg að hundarnir séu góð eintök sinna tegunda heldur verða þeir að vera í frábæru líkamlegu ástandi og vel sýndir ef árangur á að nást.” Poodle heillaði Ekki er langt síðan að poodle kom inn á heimili Sídu en tegundin hefur alltaf heillað hana. ,,Þetta eru vinnuglaðir og skemmtilegir hundar með FULLT af feld! Ég fékk mér ekki poodle fyrr vegna þess að ég kunni ekki að klippa þá. Ég ætlaði sko ekki að standa í allri þessari feldvinnu til að hafa hundinn svo illa klipptan!” Einn daginn var Sída að spjalla við poodle-ræktandann, Charlotte Umrædd tík, Multi Ch. Multi Winner Huffish Made For Headlines „Bonnie“, er nú margfaldur meistari og hefur nokkrum sinnum verið valin besti hundur sýningar á sérsýningum fyrir poodle. Hún er ein af sigursælustu poodle-tíkum á Norðurlöndunum! Árið 2013 var svo sannarlega frábært en hún endaði sem stigahæsti standard poodle-hundurinn í Svíþjóð! Þegar þetta er skrifað á hún von á sínu fyrsta goti. Sída hefur fengið nýtt ,,verkefni”, standard poodle-rakkann, Huffish American Sinner eða ,,Jackson”. ,,Hann kom til mín í janúar og hefur aðeins verið sýndur á völdum sýningum. Hann er nú þegar orðinn danskur og sænskur meistari og hefur unnið tegundahóp 9. Ég vona að þetta sé bara byrjunin. Hann verður tilbúinn í slaginn á næsta ári svo við skulum sjá hvað setur.” Að lokum segist Sída hiklaust mæla með því að flytja til útlanda og upplifa hundalífið erlendis. ,,Ef fólk vill víkka út sjóndeildarhringinn, fá nýja sýn á hundarækt, er tilbúið að vinna og leggja á sig það sem þarf, þá mæli ég hiklaust með því. Árangur kemur ekki af sjálfu sér, maður uppsker því sem maður sáir.” Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 · 15