Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti | Page 19

Christopher Robin Upplifðu æskuna aftur Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bang- símon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst? Disney-myndin Christopher Robin verður frumsýnd 15. ágúst og það má alveg bóka að hún eigi eftir að njóta vinsælda. Myndin er hluti þeirrar kvikmyndaseríu sem Disney-fyrirtækið hleypti af stokkunum fyrir nokkrum árum og hefur getið af sér myndir eins og Malificent, Cinderella, Jungle Book og núna síðast Beauty and the Beast þar sem leiknum og tölvuteiknuðum atriðum er blandað saman. Sá er þó munurinn að sagan í þessari mynd er ekki byggð á eldri teiknimynd eins og þær fyrri voru heldur er hér um að ræða nýja sögu sem hefur ekki verið sögð áður. Christopher Robin, sem nú er orðinn fullorðinn, býr í London ásamt eiginkonu sinni og dóttur og er svo gott sem búinn að gleyma æskuævintýrum sínum með Bangsímon og félögum í Hundrað- ekruskógi. Hann verður því ekkert lítið undrandi þegar hann hittir Bangsímon lifandi kominn á ný í garði einum í borginni. Þegar í ljós kemur að Bangsímon er týndur og ratar ekki aftur heim hefst nýtt ævintýri í lífi þeirra beggja – og allra annarra sem við sögu koma ... Christopher Robin Ævintýri / Fjölskyldumynd 104 mín Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Hayley Atwell, Bronte Carmichael, Jim Cummings, Brad Garrett, Peter Capaldi, Sophie Okonedo og Toby Jones Leikstjórn: Marc Forster Bíó: Sambióin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi Ewan McGregor leikur Christopher Robin, son Alans Alexander Milne sem skrifaði sögurnar um Bangsímon, en í þeim var Christ- opher fyrirmyndin að hinum mannlega besta vini Bangsímons enda voru þeir alnafnar – og perluvinir í alvörunni. Frumsýnd 10. ágúst Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Marc Foster sem á nokkrar gæðamyndir að baki eins og Monster’s Ball, Finding Neverland, Stay, Stranger Than Fiction, The Kite Runner, World War Z og All I See Is You. l Það er Jim Cummings sem talar fyrir Bangsímon en það hefur hann gert í öllum myndum sem gerðar hafa verið um hann síðan 1988. l Það er óhætt að segja að Christopher verði hissa þegar hann hittir sinn trygglynda æskufélaga á ný í garði einum í London. Veistu svarið? Sögurnar um Bangsímon eru jafnan kenndar við Alan Alexander Milne enda