Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti | Page 16

The Spy Who Dumped Me Grín / Hasar Aðalhlutverk : Mila Kunis , Kate McKinnon , Sam Heughan , Justin Theroux , Gillian Anderson , Ivanna Sakhno , Justine Wachsberger og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn : Susanna Fogel Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
The Spy Who Dumped Me
Konur í kröppum dansi
Það er alltaf pláss fyrir gott grín og allt útlit fyrir að af því verði nóg í The Spy Who Dumped Me þar sem tvær af skemmtilegustu gamanleikkonum Bandaríkjanna þurfa að snúa saman bökum í baráttu við óþjóðalýð sem vill þær feigar sem fyrst .
The Spy Who Dumped Me segir frá vinkonunum Morgan og Audrey sem ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp . En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla en vinsamlega menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari . Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn . Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er , að hann skuli vera með leigumorðingja á hælunum . Þar með verður hún einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu . Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa . Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil ?

The Spy Who Dumped Me Grín / Hasar Aðalhlutverk : Mila Kunis , Kate McKinnon , Sam Heughan , Justin Theroux , Gillian Anderson , Ivanna Sakhno , Justine Wachsberger og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn : Susanna Fogel Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri

116 mín
Frumsýnd 8 . ágúst
Kate McKinnon og Mila Kunis leika vinkonurnar Morgan og Audrey sem flækjast óvart inn í alþjóðlegt samsæri og eiga eftir það fótum fjör að launa undan fólki sem vill koma þeim yfir móðuna miklu .
Punktar .................................................... l The Spy Who Dumped Me er önnur mynd leikstjórans Susönnu Fogel í fullri lengd en sú fyrri , Life Partners , var frumsýnd árið 2014 og þykir afar góð mynd í alla staði og mjög fyndin .
l Ólafur Darri Ólafsson leikur aukahlutverk í myndinni , „ The Backpacker “, en hann sést þó hvorki í sýnishornum myndarinnar né í stillunum úr henni . Það verður gaman að uppgötva hvaða hlutverki persóna hans gegnir og hvaða áhrif hún hefur á atburðarásina .
Á flótta undan þeim sem vilja þær feigar lenda Morgan og Audrey í ýmsum uppákomum , ekki síst eftir að þær eru komnar til Evrópu .
Veistu svarið ? Eins og flestir vita skaut Milu Kunis upp á stjörnuhimininn 1998 þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum That ’ 70s Show , m . a . á móti Ashton Kutcher sem löngu síðar ( 2015 ) varð eiginmaður hennar . En með hvaða leikara bjó Mila á árunum 2002 – 2010 ?
Þær Audrey og Morgan leggja hér á ráðin og njóta aðstoðar CIA-mannsins Sebastians sem leikinn er af Sam Heughan .
16 Myndir mánaðarins
Macaulay Culkin .