Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Okkur urðu á þau mistök í síðasta blaði að segja að nýjasta mynd Stevens Spielberg héti The Post, en það heiti höfðum við eftir ónefndri erlendri vefsíðu. Hið rétta er að myndin heitir The Papers og leiðréttist það hér með. En talandi um Steven Spielberg og hans nýjustu mynd þá verðum við auðvitað að geta þess að þann 24. júlí var fyrsta stiklan úr næstnýjustu mynd hans frumsýnd, þ.e. úr myndinni Ready Player One sem hann leikstýrði áður en hann tók til við að leikstýra The Papers sem þrátt fyrir það verður frumsýnd á undan. Ástæðan er sú að Ready Player One, sem er byggð á samnefndri framtíðarskáldsögu Ernest Cline, gerist að stærstum hluta í tölvuleikjaveröldinni Oasis og er því að mestu leyti tölvu- teiknuð þótt í henni sé líka að finna leikin atriði í bland við brellurnar. Það þýðir auðvitað að eftirvinnsla hennar tekur miklu lengri tíma en The Papers sem er hefðbundnari mynd. Við munum að sjálfsögðu fjalla nánar um Ready Player One síðar en viljum þangað til hvetja alla sem gaman hafa af ævintýrum og brellum að kíkja á stikluna. Hún er ansi mögnuð og viðburðarík! Um miðbik júlí var fyrsta stiklan úr myndinni Alpha frumsýnd, en hún er eftir Albert Hughes, annan Hughes-bræðranna sem gerðu m.a. myndirnar Menace II Society, Dead Presidents, From Hell og The Book of Eli. Alpha gerist á síðustu ísöld og segir frá ungum manni, sem eftir að hafa verið talinn af og yfirgefinn af ættbálki sínum nær að 6 Myndir mánaðarins staulast á fætur á ný, illa slasaður. Hefst þá leit hans að leiðinni heim og í þeirri leit vingast hann við úlf sem þar með verður forfaðir allra þeirra hundategunda sem við þekkjum í dag. Með hlutverk piltsins fer Kodi Smit-McPhee og það er enginn annar en Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur föður hans. Stiklan er mjög góð, en myndin verður ekki frumsýnd fyrr en í mars á næsta ári. Marvel-fyrirtækið frumsýndi í lok júlí nýtt plakat næstu myndar um þrumuguðinn Þór, Ragnarök og er óhætt að segja að aðdáendur hafi margir hverjir tekið andköf af hrifningu, enda plakatið ákaflega litríkt og flott eins og sjá má hér fyrir ofan. Um leið var ný stikla úr myndinni frumsýnd og er alveg óhætt