Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 26

The Hitman’s Bodyguard Hvað er það versta sem getur gerst? Lífvörðurinn Michael Bryce er toppmaður í sínu fagi og því er hann fenginn til að vernda líf uppljóstrara sem harðstjórinn Vladislav Dukhovich vill koma fyrir kattarnef hvað sem það kostar. Vandamálið er að Michael þekkir uppljóstrarann vel því hann hefur reynt að drepa hann tuttugu og sjö sinnum. Grínhasarinn The Hitman’s Bodyguard er væntanlegur í bíó 16. ágúst en hann lofar mjög góðu ef marka má líflegar og skemmtilegar stiklurnar. Hér segir frá topp-lífverðinum Michael Bryce sem enginn á nokkurt roð í þegar slagsmál eru annars vegar. Dag einn fær hann það nýja verkefni að halda hlífiskildi yfir vitni, Dariusi Kincaid, sem samþykkt hefur að vitna gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, rússneska glæpakónginum Vladislav Dukhovich, sem á móti skipar sínum mönnum að koma Dariusi fyrir kattarnef með hvaða ráði sem er og hvað sem það kann að kosta. Þegar Michael kemst að því að vitnið er Darius renna hins vegar á hann tvær grímur því þeir tveir hafa margoft tekist á og honum líst ekkert á að eiga að vernda líf mannsins sem í gegnum árin hefur margoft reynt að drepa hann. En skyldan kallar og á næsta sólarhring fá þeir báðir um nóg annað að hugsa en gamlar væringar því útsendarar Vladislavs eru mættir til að kála Dariusi og þeir eru bæði þrjóskir og vel vopnum búnir ... The Hitman’s Bodyguard Grín / Hasar 118 mín Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Salma Hayek, Gary Oldman, Elodie Yung, Richard E. Grant, og Kirsty Mitchell Leikstjórn: Patrick Hughes Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akur- eyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 16. ágúst Samuel L. Jackson leikur leigumorðingjann Darius Kincaid sem lífvörðurinn Michael Bryce (Ryan Reynolds) þarf að vernda, en þeir eru svarnir óvinir sem hafa oft tekist á. Punktar .................................................... Myndinni er spáð mjög góðu gengi enda fá þeir Ryan og Samuel hér kjörið tækifæri til að sýna grínhæfileikana en þeir eru frábærir gamanleikarar eins og flestir ættu að vita. Auk þess þykja hasaratriði myndarinnar afar góð og vel heppnuð en þau eru flest tekin upp í Amsterdam í fyrra, bæði á götum borgarinnar og á síkjunum. l Við vitum ekki hvað er í gangi þarna en Dariusi finnst það fyndið. Veistu svarið? Í ellefu ár strögglaði Ryan Reynolds við að fá vinnu í Hollywood áður en hann braut ísinn í vinsælli gamanmynd árið 2002 sem gerði hann heims- þekktan og eftirsóttan. Hvaða mynd var það? Van Wilder: Party Liaison. 26 Myndir mánaðarins Á flótta sínum undan miskunnarlausum morðingjum harðstjórans Vladislavs Dukhovich sem Gary Oldman leikur lenda þeir Michael og Darius í ýmsum óvæntum uppákomum eins og t.d. þessari.