Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 22

Atomic Blonde Tíminn tifar Þegar breskur njósnari er myrtur í Berlín ákveður leyniþjón- ustan MI6 að senda á vettvang sinn besta mann, hina eitilhörðu Lorraine sem er langt frá því að vera lamb að leika sér við þótt hún viti svo sem eins og flestir aðrir að starfið muni eflaust verða henni að aldurtila að lokum. Það gerist samt ekki í dag. Spennu- og hasarmyndin Atomic Blonde var frumsýnd á South by Southwest-kvikmyndahátíðinni í mars og hefur hlotið afar góða dóma, en hún er byggð á teiknimyndasögunni The Coldest City eftir Antony Johnston og Sam Hart sem kom út árið 2012. Sagan, sem gerist árið 1989, rétt fyrir fall Berlínamúrsins, er um MI6-njósnarann Lorraine Broughton (Charlize Theron), sem lýst hefur verið sem nokkurs konar blöndu af James Bond, Jason Bourne og John Wick – enda býr hún yfir hæfileikum þeirra allra. Þegar einn af bestu njósnurum leyniþjónustunnar er myrtur í Berlín er Lorraine send þangað til að finna þá seku og lendir fljótlega ásamt samstarfsmanni sínum, David Percival (James McAvoy), í svakalegum hasar þegar þau uppgötva að morðið er bara yfirborðið á miklu stærra máli sem ógnar ekki bara lífi þeirra sjálfra heldur og lífi allra njósnara og annarra sem starfa hjá leyni- þjónustum vestrænna ríkja. Og hvað getur Lorraine gert í því? Atomic Blonde Hasar / Spenna 115 mín Aðalhlutverk: Charlize Theron, James McAvoy, John Goodman, Toby Jones, Sofia Boutella, Eddie Marsan og Jóhannes Haukur Jóhannesson Leikstjórn: David Leitch Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Sambíóið Keflavík og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 9. ágúst Charlize Theron og James McAvoy þykja frábær í hlutverkum sínum sem njósnararnir og samstarfsmennirnir Lorraine og David sem lenda í hörðustu baráttu lífs síns í Atomic Blonde. Punktar .................................................... Atomic Blonde er leikstýrt af David Leitch og telst hans fyrsta mynd þótt hann eigi að baki tuttugu ára kvikmyndaferil, fyrst sem áhættuleikari og síðan sem aðstoðarleikstjóri mynda eins og The Mechanic, Escape Plan, Jurassic World, John Wick og Captain America: Civil War svo einhverjar séu nefndar af mörgum. Þess utan fram- leiddi hann báðar John Wick-myndirnar. Hann er því öllum hnútum kunnugur í hasar- og spennumyndagerð og þess má geta að mynd hans númer tvö sem aðalleikstjóra verður Deadpool 2. l Okkar maður, Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikur einn af þeim sem koma mikið við sögu í myndinni, Yuri Bakhtin. Veistu svarið? Charlize Theron á fjölbreyttan 22 ára leikferil að baki en segja má að hún hafi vakið verðskuldaða athygli í sinni fyrstu mynd sem var frumsýnd 1996, er eftir leikstjórann John Herzfeld og gerist á 48 tímum í Los Angeles. Hvaða mynd var þetta? 2 Days in the Valley. 22 Myndir mánaðarins