Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 18

The Dark Tower Turninn má ekki falla Kvikmyndin The Dark Tower er byggð á geysivinsælli bókaseríu eftir rithöfundinn kunna, Stephen King, sem aftur sótti inn- blásturinn að sögunum í ljóð Roberts Browning, Childe Roland to the Dark Tower Came, Hringadróttinssögu Tolkiens og spag- hettívestra Sergios Leone, auk þess að sækja ýmislegt í þjóð- sögurnar um Artúr konung og riddara hringborðsins. The Dark Tower er viðamikið ævintýri um leit síðasta „byssumanns- ins“ Rolands Deschain að „Myrka turninum“ en það hugtak lýsir bæði raunverulegum turni og er jafnframt myndlíking, en turninn er ekki bara bygging heldur einnig hjartað og miðjan í þeirri veröld (eða veröldum) sem sagan gerist í. Falli þessi turn, falla allar veraldir að okkar veröld meðtalinni, og það er einmitt það sem byssu- maðurinn vill koma í veg fyrir. Til þess þarf hann að tortíma „mann- inum í svörtu“ sem leitar einnig Myrka turnsins til að eyðileggja hann svo hið illa (eða dauðinn) öðlist öll völd til eilífðar. The Dark Tower Matthew McConaughey leikur manninn í svörtu, útsendara hins illa og erkióvin Rolands Deschain, öðru nafni byssumaðurinn (Idris Elba), sem reynir að koma í veg fyrir að sá svartklæddi nái að finna og fella Myrka turninn og þar með allar veraldir alheims – þ.m.t. okkar. Ævintýri 95 mín Aðalhlutverk: Idris Elba, Matthew McConaughey, Tom Taylor, Katheryn Winnick, Jackie Earle Haley, Abbey Lee, Michael Barbieri og Dennis Haysbert Leikstjórn: Nikolaj Arcel Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó Frumsýnd 2. ágúst Tom Taylor leikur hinn unga Jake Chambers sem dregst inn í atburðarásina, fyrst sem áhorfandi en síðan sem þátttakandi. Veistu svarið? Leikstjóri The Dark Tower er Daninn Nikolaj Arcel, en síðasta mynd hans sópaði til sín dönsku kvik- myndaverðlaununum og var tilnefnd til bæði Golden Globe- og Óskarsverðlauna 2013 sem besta erlenda myndin. Um hvaða mynd er að ræða? En kongelig affære (A Royal Affair). 18 Myndir mánaðarins Punktar .................................................... The Dark Tower-serían telur átta bækur og kom sú fyrsta, The Gunslinger, út árið 1982. Önnur, bókin, The Drawing of the Three, kom svo út árið 1987 og síðan bækurnar The Waste Lands árið 1991, Wizard and Glass árið 1997, Wolves of the Calla árið 2003, Song of Susannah og The Dark Tower árið 2004 og síðan bókin The Wind Through the Keyhole árið 2012. Þess utan má finna margar tilvísanir í sögusvið seríunnar í öðrum bókum Stephens King auk teiknimyndablaða. Þeim sem hafa ekki lesið þessar sögur en langar að kynna sér þær betur er bent á að skoða heimasíðuna stephenking.com/darktower. Þess ber þó að geta að sagan í myndinni er sjálfstæð þótt hún sé byggð á bókaseríunni. l