Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 10

Bíófréttir – Væntanlegt
Það er Bill Skarsgård sem leikur trúðinn Pennywise í It en hann er eins og nafnið bendir til sonur Stellans Skarsgård og bróðir þeirra Gustaf og Alexanders . Leikstjóri myndarinnar , Andrés Muschietti , sendi síðast frá sér hrollvekjuna Mama .

Við hvað eruð þið hrædd ?

„ It is one of the five scariest movies ever made ,“ lét rithöfundurinn Joe Hill hafa eftir sér á dögunum og var þá nýbúinn að sjá myndina It eftir Andrés Muschietti á prufusýningu , en hún verður frumsýnd um allan heim 7 .– 8 . september . It er byggð á samnefndri bók Stephens King sem kom út árið 1986 og er af mörgum talin eitt hans albesta verk enda hlaut hún margvísleg verðlaun á sínum tíma . Hermt er samt að atburðarásin í myndinni sé nokkuð öðruvísi en í bókinni enda fékk Andrés listrænt frelsi til að endurskapa söguna á sinn hátt , eða „ re-imagine “ hana eins og það er nefnt á ensku . Rétt er einnig að geta þess að Joe þessi Hill er ekki hlutlaus því hann er sonur Stephens King . Við trúum honum samt alveg vegna þess að hann er ekki sá eini sem hefur sagt sirka það sama um þessa mynd , en orðrómurinn um gæði hennar hefur verið afar sterkur í Hollywood í allt sumar og orsakað að henni er nú spáð mun meiri vinsældum en nokkur átti von á í byrjun þegar tökur voru að hefjast . Við vonum auðvitað að þær spár rætist .
It segir annars frá sjö vinum í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna sem komast á snoðir um að á kreiki í holræsum bæjarins sé óvættur sem getur ekki bara skipt um útlit heldur séð hvað börn og unglingar , sem eru hans helsta bráð , eru mest hrædd við . Þetta kvikindi bregður sér m . a . í gervi trúðs og kynnir sig fyrir fórnarlömbum sínum sem „ dansandi trúðurinn Pennywise .“
Það er best að segja ekki meira um söguna hér en þess má geta til gamans og í framhaldi af því sem Joe Hill sagði að um leið og hann útnefndi It sem eina af fimm „ scariest “ myndum allra tíma nefndi hann hinar fjórar sem hann hafði í huga . Þær eru The Exorcist , Jaws , The Thing og Låt den rätte komma in eftir sænska leikstjórann Tomas Alfredson . Og hvort sem fólk er sammála þessu mati Joes eða ekki þá er nokkuð ljóst að spennu- og hrollvekjuunnendur fá eitthvað fyrir sinn kleinuhring í október .
Hvernig er að deyja ? Hvað hugsar maður á dauðastundinni ? Verður allt svart og kannski bara tóm , eða sér maður eitthvert ljós eins og sumir sem hafa verið lífgaðir við hafa sagt að þeir hafi séð ? Hvernig er að vera dáinn ? Fer vitundin eitthvað ? Fer maður út úr líkamanum ? Er líf eftir dauðann ?
Þessar spurningar og margar aðrar sem tengjast dauðanum hafa lengi leitað á menn án þess að nokkur hafi getað veitt fullnægjandi svör við þeim þótt ýmsir hafi reynt . Ein af þeim sem langar að finna svörin er læknisfræðineminn Courtney ( Ellen Page ) sem fær dag einn þá brjálæðislegu hugmynd að deyja í tilraunaskyni , nokkuð örugg um að verða lífguð við af samnemanda sínum áður en það er orðið of seint . Með þessu hyggst hún komast að því í eitt skipti fyrir öll hvað gerist þegar maður deyr .
Þannig byrjar spennutryllirinn Flatliners sem er væntanlegur í kvikmyndahúsin undir lok september . Myndin er byggð á samnefndri mynd frá árinu 1990 sem varð mjög vinsæl , en hún skartaði í aðalhlutverkum nokkrum af vinsælustu nýstirnum þess tíma , s . s . Juliu Roberts , Kiefer Sutherland , Kevin Bacon , Oliver Platt og William Baldwin .
Í þetta sinn eru það þau Ellen Page , James Norton , Nina Dobrev , Diego Luna og Kiersey Clemons sem eru í aðalhlutverkum , en auk þeirra leikur Kiefer Sutherland eitt hlutverkið , sennilega einn af kennurum skólans ( við vitum ekkert um það og erum bara að giska ). Leikstjóri er Daninn Niels Arden Oplev sem gerði m . a . Män som hatar kvinnor árið 2009 . Þess ber að geta að stiklan úr myndinni er frábær og gefur góða von um að myndin eigi eftir að njóta vinsælda .
Bandaríski rithöfundurinn Vincent Flynn lést langt um aldur fram þann 19 . júní árið 2013 eftir þriggja ára baráttu við sjaldgæft krabbamein . Hann varð aðeins 47 ára . Vincent , eða Vince eins og hann var alltaf kallaður , er af mörgum talinn einn albesti spennusagnahöfundur Bandaríkjanna fyrr og síðar , en bækur hans , sem allar sögðu frá ævintýrum sama mannsins , Mitch Rapp , hafa verið tíðir gestir á topplistum bandarískra bóksala alveg frá því að fyrsta bókin , Transfer of Power , kom út árið 1996 . Í henni kynntust lesendur Mitch í fyrsta sinn en hann er maður sem ákvað ungur að árum að helga líf sitt baráttunni gegn hryðjuverkamönnum eftir að unnusta hans var myrt af einum slíkum þar sem þau Mitch voru í fríi á baðströnd .
Áður en Vince féll frá náði hann að skrifa þrettán bækur um Mitch Rapp sem eins og áður sagði náðu allar miklum vinsældum . Ellefta bókin , American Assassin sem kom út árið 2010 , skar sig dálítið úr því í henni hvarf Vince aftur til upphafsins og sagði frá því þegar Mitch Rapp ákvað upphaflega að ganga til liðs við bandarísku leyniþjónustuna og einbeita sér þar að því að losa veröldina við hryðjuverkamenn og aðra morðingja og misindismenn .
Það er einmitt eftir þeirri bók sem fyrsta myndin hefur nú verið gerð um Mitch , en hún er væntanleg í bíó í september og er með Dylan O ’ Brien í hlutverki kappans og Michael Keaton í hlutverki kennara hans , Stans Hurley .
Myndin , sem Michael Cuesta ( Kill the Messenger ) leikstýrir , þykir fantagóð og ef hún gengur vel er stefnan sú að Dylan muni leika Mitch aftur í fleiri myndum sem gera á um hann . Kíkið endilega á mjög kraftmikla stikluna .
10 Myndir mánaðarins