Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Ein umtalaðasta myndin í september vestur í Hollywood og víðar er án vafa mynd Bradleys Cooper, A Star Is Born. Myndin, sem fer í almenna dreifingu í október og verður t.d. frumsýnd hér á landi 5. október, hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum og það er skemmst frá því að segja að hvorki gagnrýnendur né almennir áhorfendur hafa haldið vatni af hrifningu. Við vissum það auðvitað fyrir að sagan væri góð og hjartnæm, enda búið að kvikmynda hana þrisvar sinnum áður, en það er mál manna að Bradley hafi samt sem áður tekist að gæða hana nýju lífi. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim Bradley og Lady Gaga á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem áhorfendur stóðu upp að sýningu lokinni og klöppuðu fyrir þeim í tíu mínútur. Hér má sjá þau Claire Foy og Ryan Gosling sitja fyrir svörum á kvik- myndahátíðinni í Toronto 11. september þar sem kvikmyndin First Man var sýnd. Í henni leika þau hjónin Janet og Neil Armstrong, en Neil var eins og flestir vita fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið. Fjallar myndin um þá tunglferð en ekki síður um undirbúninginn að ferðinni og sjónarhorn Janetar sem gat auðvitað ekki verið viss frekar en aðrir hvort ferðin myndi heppnast, enda hafði svona ferð aldrei verið farin áður. First Man hefur hlotið afar góða dóma bæði gagnrýnenda og almennra áhorfenda sem látið hafa álit sitt í ljós á netinu, en leikstjóri hennar er Damien Chazelle sem gerði La La Land og Whiplash. Þessi mynd var tekin af Tom Hardy í Zaryadye-garðinum í Moskvu á dögunum þar sem hann og aðstandendur myndarinnar Venom ákváðu að hefja kynningarherferð sína á myndinni. Síðan þá hefur Tom svo ferðast um allan heim til að vera viðstaddur forsýningar á myndinni og heilsa upp á bæði eigin aðdáendur svo og aðdáendur Marvel-ofurhetjumyndanna, en Venom er fyrsta myndin í nýjum ofur- hetjuheimi Marvel sem gerður verður í samvinnu við Sony-kvik- myndarisann á næstu árum. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá hvaða viðtökur Venom fær í kvikmyndahúsum og vonandi verða þær góðar. Þær Blake Lively og Anna Kendrick hafa einnig verið uppteknar á undanförnum vikum við að ferðast og kynna myndina A Simple Favor þar sem þær leika aðalhlutverkin en myndin, sem er í leikstjórn Pauls Feig (Bridesmaids, The Heat, Spy), er gerð eftir samnefndri skáldsögu Darcey Bell. A Simple Favor hefur hlotið mjög góða dóma, sérstaklega hjá þeim stóra hópi kvi