Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti | Page 20

Venom Spenna / Hasar / Ofurhetjur 112 mín
Venom
Sagan byrjar núna
Venom er nýjasta myndin frá Marvel og segir frá því þegar blaðamaðurinn Eddie Brock kemst í snertingu við dularfullt efni utan úr geimnum sem tekur sér bólfestu í honum og gerir honum kleift að breyta sér í ófrýnilegu ofurhetjuna Venom .
Karakterinn Eddie Brock kom fyrst fram í Spider-Man-sögunum árið 1986 en varð síðan að Venom í The Amazing Spider-Man-blaði nr . 300 árið 1988 þegar hann varð hýsill hins dularfulla geimefnis sem Peter Parker hafði reyndar hafnað að nota nokkrum árum fyrr . Vegna þess að Eddie og Peter hafði lent saman urðu þeir Venom og Spider-Man óvinir sem börðust m . a . í The Amazing Spider-Man 3-myndinni eins og þeir sem sáu hana muna vafalaust eftir .
Í þessari fyrstu mynd um Venom er þessari upprunasögu breytt þannig að Spider-Man-hluta hennar er sleppt og Eddie kemst í snertingu við efnið þegar hann rannsakar tilraunastöð vísindamannsins Carltons Drake , en Carlton hefur uppgötvað hvað efnið getur gert og ætlar sér að nota það í eigin þágu . Við þá fyrirætlun er Eddie ekki sáttur og eftir að hafa lent í miklum vandræðum við að ná stjórn á sínum nýju ofurkröftum lendir hann í hörkubaráttu við að stöðva Carlton og menn hans áður en það verður of seint ...

Venom Spenna / Hasar / Ofurhetjur 112 mín

Aðalhlutverk : Tom Hardy , Michelle Williams , Riz Ahmed , Woody Harrelson , Jenny Slate , Sam Medina , Michelle Lee , Ron Cephas Jones og Marcella Bragio Leikstjórn : Ruben Fleischer Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Sambíóin Álfabakka og Egilshöll , og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 12 . október
Blaðamaðurinn Eddie Brock hefur lifað tímana tvenna , en aldrei þó upplifað neitt sem býr hann undir að breytast í ofurhetjuna Venom .
Punktar .................................................... l Venom er ekki hluti af hinum sameinaða heimi Marvel-ofurhetjanna sem aðrar Marvel-myndir undanfarinna tíu ára hafa tilheyrt heldur er hún fyrsta myndin í nýjum Marvel-hliðarheimi sem framleiddur verður í samvinnu við Sony á næstu árum . Hvaða ofurhetjur það verða sem fylla munu þann heim fyrir utan Venom kemur svo í ljós á næstu mánuðum og árum . Fylgist með frá upphafi !
Veistu svarið ? Þetta er í annað sinn sem Tom Hardy leikur í ofurhetjumynd en hann lék eins og flestir muna hinn öfluga andstæðing Batmans , Bane , í The Dark Knight Rises árið 2012 . En hvaða tvær leikkonur léku aðalkvenhlutverkin í þeirri mynd ?
Eddie Brock ( Tom Hardy ) er hér á tali við vísindamanninn Carlton Drake ( Riz Ahmed ) sem á eftir að verða hans helsti andstæðingur .
20 Myndir mánaðarins
Anne Hathaway og Marion Cotillard .