Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti | Page 16

A Star Is Born Drama / Tónlist
A Star Is Born
Meistaraverk
Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti , ekki síst vegna óhóflegrar drykkju . Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu : Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama .
A Star Is Born er einstaklega góð og áhrifarík saga sem er fyrir löngu orðin sígild enda er þetta í fjórða sinn sem hún er kvikmynduð . Um leið er þetta fyrsta myndin sem Bradley Cooper leikstýrir og fyrsta bíómyndin sem Lady Gaga leikur aðalhlutverkið í . Það er skemmst frá því að segja að myndin þykir algert meistaraverk sem lætur engan ósnortinn , enda er henni spáð gríðarlegum vinsældum þegar hún kemur á almennan markað 5 . október eftir að hafa slegið rækilega í gegn á nokkrum kvikmyndahátíðum , þ . á m . á kvikmyndahátíðunum í Feneyjum og Toronto í ágúst og september .
Fyrir utan söguna sjálfa fá áhorfendur einnig sannkallaða tónlistarveislu beint í æð og lög sem eru stórkostlega flutt af bæði Lady Gaga og Bradley Cooper og hljómsveitunum sem við sögu koma ...

A Star Is Born Drama / Tónlist

Aðalhlutverk : Bradley Cooper , Lady Gaga , Sam Elliott , Dave Chappelle , Anthony Ramos , Bonnie Somerville , Andrew Dice Clay og Michael Harney Leikstjórn : Bradley Cooper Bíó : Sambióin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Bíóhúsið Selfossi , Ísafjarðarbíó , Eyjabíó , Skjaldborgarbíó og Króksbíó
Veistu svarið ? Bradley Cooper hefur þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla og það er alveg öruggt að hann verður tilnefndur enn á ný fyrir leik sinn í A Star Is Born . En hverjar eru hinar myndirnar þrjár ?
16 Myndir mánaðarins
135 mín
Frumsýnd 5 . október
Silver Linings Playbook , American Hustle og American Sniper .
Bradley Cooper og Lady Gaga fara með aðalhlutverkin í myndinni , hlutverk Jacksons og Allyar , og þykja bæði sýna þvílíkan snilldarleik að nánast öruggt má telja að þau verði bæði tilnefnd til flestra helstu kvikmyndaverðlaunanna þegar kvikmyndaárið 2018 verður gert upp .
Punktar ....................................................
HHHHH - Empire HHHHH - Variety HHHHH - Globe & Mail HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - IGN HHHH1 / 2 - Time HHHH1 / 2 - Wrap HHHH1 / 2 - Vanity Fair HHHH1 / 2 - R . Ebert . com HHHH1 / 2 - Los Angeles Times HHHH - E . W . HHHH - Total Film HHHH - Hollyw . Reporter HHHH - Playlist HHHH - Time Out HHHH - N . Y . Magazine
l Eins og stjörnugjöfin hér fyrir ofan ber með sér hefur myndin farið vel í gagnrýnendur og er hún þegar þetta er skrifað með 8,7 í meðaleinkunn á Metacritic . Á Imdb . com er hún með 9,1 í meðaleinkunn frá rúmlega sex þúsund áhorfendum og á Rotten Tomatoes . com er hún með 9,5 frá gagnrýnendum og 9,7 frá notendum .
l Því má bæta við að nánast allir sem spá fyrir um Óskarsverðlaunin spá því að A Star Is Born verði tilnefnd til a . m . k . tíu Óskarsverðlauna , þ . á m . fyrir leikstjórn , leik í aðalhlutverkum , leik í aukahlutverki karla ( Sam Elliott ), tónlist , lag , kvikmyndun og sem besta mynd ársins .
l Mörg af tónlistaratriðum myndarinnar voru tekin upp á raunverulegum tónleikum Lady Gaga og geta áhugasamir flett þeim upp á netinu . Þess má að lokum geta að öll lögin sem flutt eru í myndinni eru tekin upp „ live “ að kröfu Lady Gaga og að lokaatriði myndarinnar þykir eitt og sér algert meistaraverk sem verður lengi í minnum haft .