Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti | Page 12

Bíófréttir – Væntanlegt
Hér sjást saman þau John Cena , leikstjórinn Travis Knight , Jorge Lendeborg Jr . og Hailee Steinfeld á kynningu á myndinni Bumblebee sem frumsýna á um jólin . Hér er um að ræða svokallað „ spin-off “ frá Transformer-myndum Michaels Bay þar sem upprunasögu eins af vélmennunum , Bumblebees , eru gerð skil og gerist sagan nokkru áður en atburðarásin í Transformer-myndunum átti sér stað . Um leið gæti þetta orðið fyrsta myndin í nýrri seríu þar sem uppruna allra vélmennanna verða gerð sams konar skil , en það fer væntanlega eftir gengi Bumblebee hvort af því verður . Ljóst er að efnistökin í henni verða öðruvísi en hjá Michael Bay en leikstjórinn , Travis Knight , sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna , gerði m . a . teiknimyndina frábæru , Kubo and the Two Strings , og var einn af aðalhöfundum myndanna The Boxtrolls , ParaNorman og Coraline . Fyrsta stiklan er komin á netið og lofar góðu og hvetjum við alla til að kynna sér hana .
Tökur á öðrum kafla Stephen King-sögunnar It hafa verið á fullu að undanförnu undir stjórn Andys Muschietti sem leikstýrði einnig fyrri myndinni með þeim góða árangri að hún halaði inn meira en 700 milljónir dollara í kvikmyndahúsum heimsins í fyrra . Eins og þeir vita sem þekkja söguna gerist kafli tvö 27 árum eftir atburðina í fyrri kaflanum og krakkarnir sem lifðu af viðureignina við trúðinn Pennywise eru ekki bara fyrir löngu fluttir burtu úr bænum Derry heldur ætlar enginn þeirra nokkurn tíma að snúa aftur . En þá gerist nokkuð sem neyðir þau til að endurskoða þá ákvörðun . Með aðalhlutverkin í þetta sinn fara þau Jessica Chastain , James McAvoy , Bill Hader , Sophia Lillis , Finn Wolfhard og Jay Ryan ásamt Bill Skarsgård sem eins og sést á meðfylgjandi mynd bregður sér á ný í hlutverk Pennywise . It : Chapter Two verður frumsýnd 6 . september 2019 .
Nýlega var tilkynnt að Warner Bros-kvikmyndafyrirtækið hefði ráðið Mel Gibson til að leikstýra mynd sem byggja ætti á einum frægasta vestra kvikmyndasögunnar , The Wild Bunch , sem Sam Peckinpah gerði árið 1969 . Mel er einnig ætlað að skrifa handritið í samvinnu við Bryan Bagby og vera einn af meðframleiðendum myndarinnar . Engar upplýsingar eru gefnar um hvenær áætlað er að tökur hefjist og því síður hvenær vænta má að myndin verði frumsýnd . Ekki er heldur ljóst hvort um beina endurgerð verður að ræða eða hvort Mel muni breyta sögunni .
The Wild Bunch fjallar um nokkra byssumenn í villta vestrinu sem farnir eru að eldast og ákveða að fara í eitt lokaverkefni áður en þeir snúa sér að öðru eða setjast jafnvel í helgan stein . Sú áætlun á ekki eftir að fara eins og þeir hefðu helst viljað , heldur þvert á móti . Með aðalhlutverkin í gömlu myndinni fóru margar af stórstjörnum þess tíma og sennilega verður það sama uppi á teningunum þegar að því kemur að ráða í hlutverk nýju myndarinnar . En þetta kemur allt í ljós .
Félagarnir Jason Blum og Christopher Landon hafa haft fulla ástæðu til að hlæja dátt síðan mynd þeirra , Happy Death Day , gerði það gott í kvikmyndahúsum í fyrra enda kostaði hún ekki nema 4,5 milljónir dollara í framleiðslu en halaði síðan inn rúmlega 122 milljónir í miðasölu . Það varð því strax ljóst að þeir myndu gera framhald og nýlega var upplýst að frumsýningardagur Happy Death Day 2 yrði 14 . febrúar á næsta ári , þ . e . á Valentínusardag . Með aðalhlutverkið fer sú sama og síðast , Jessica Rothe , og nú er bara að bíða og sjá í hvaða svakalegu hremmingum hún lendir í þetta sinn .
12 Myndir mánaðarins