Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt ljóst um hvað hún er og um leið að hún er allt öðruvísi en samnefnd mynd frá árinu 1995 þar sem Robin Williams fór með aðalhlutverkið. Í raun er Jumanji-spilið sjálft það eina sem tengir myndirnar saman, en það hefur nú breyst úr því að vera borðspil í að vera gömul leikja- tölva. Ungmennin setja hana að sjálfsögðu í gang og áður en varir sogast þau inn í hinn hættulega ævintýraheim leiksins og breytast um leið í persónurnar sem þær voru að stjórna á skjánum. Stiklan er mjög hress, eldfjörug og fyndin og það má alveg gera ráð fyrir að myndin verði vinsæl en hana á að frumsýna í desember. Við sögðum frá gerð myndarinnar The Red Sparrow fyrr í sumar hér í blaðinu en þar sameina krafta sína á ný leikstjórinn Francis Lawr- ence og Jennifer Lawrence sem unnu saman í Hunger Games- myndunum Catching Fire og Mockingjay. Á dögunum var fyrsta stikla myndarinnar frumsýnd og er óhætt að segja að hún sé frábær og lofi ákaflega góðu. Sagan, sem er byggð á samnefndri bók fyrrverandi starfsmanns CIA, Jasons Matthews, segir frá rússnesku konunni Dominiku Egorova sem var neydd til að læra sérstaka aðferð til að ná andstæðingum sínum á sitt vald og ganga frá þeim. Við segjum ekki meira um hvað þessi „sérstaka aðferð“ snýst en Dominika verður alger sérfræðingur í henni og um leið einhver hættulegasti njósnari Rússa fyrr og síðar. Bíðið eftir myndinni eða skoðið stikluna til að vita meira um hvað málið snýst! Leikstjórinn James Gray, sem gerði síðast hina þrælgóðu The Lost City of Z og á líka að baki myndirnar The Immigrant, Two Lovers og Little Odessa, er nú á fullu við gerð sinnar nýjustu myndar en hún heitir Ad Astra og gerist að stærstum hluta til í geimnum. Brad Pitt leikur geimfarann Roy McBride sem heldur út í víðáttur sólkerfisins í leit að vísbendingum um afdrif föður síns sem 20 árum fyrr hafði horfið sporlaust þar sem hann var að leita að lífi á Neptúnusi. Sagan í myndinni er eftir James Gray sjálfan og einnig handritið en hann hefur látið hafa eftir sér að þetta verði raunsannasta vísindaskáldsaga sem gerð hafi verið, hvað sem hann á við með því. Enn er langt í land með gerð myndarinnar en hana stendur til að frumsýna í janúar 2019. Kingsman-myndin The Golden Circle hefur slegið í gegn eins og flestir áttu von á og eins og við höfum áður sagt frá hér í blaðinu er leikstjóri hennar, Matthew Vaughn, þegar búinn að fá grænt ljós á mynd númer þrjú í seríunni. Nýlega tilkynnti hann síðan að hann ætlaði sér einnig að leikstýra mynd eftir bók Terrys Hayes, I am Pilgrim, sem kom út árið 2013 og þykir alveg frábær sakamálasaga. Hún segir frá fyrrverandi leyni- þjónustumanni sem þarf að hverfa til sinna gömlu starfa þegar stórhættulegur hryðjuverkamaður lætur til skarar skríða og virðist búa yfir þekkingu til að þurrka út allt líf í heilu borgunum í einni og sömu aðgerðinni. Yfirlýst stefna hans er að eyða Bandaríkjunum og það lítur allt út fyrir að honum muni takast það nema leyniþjónustunni takist að handsama hann. Þetta verður síðan æsilegt kapphlaup við tímann þar sem hver einasta sekúnda gæti orðið sú síðasta. Ekki liggur fyrir hvora myndina Matthew mun senda frá sér fyrr, Kingsman 3 eða I am Pilgrim, en það kemur í ljós á næstu mánuðum. Önnur mynd septembermánaðar sem slegið hefur í gegn í kvikmyndahúsum er tryllirinn It sem er gerður eftir samnefndri skáldsögu Stephens King, eða réttara sagt fyrri hluta hennar. Nú hefur verið endanlega staðfest að leikstjórinn Andy Muschietti muni einnig leikstýra mynd sem gerð verður eftir seinni hlutanum en hann gerist 27 árum eftir atburðina í fyrri hlutanum og segir frá sömu sjömenningunum í Lúser-klúbbnum og við kynntumst þar. Þau hafa auðvitað fyrir löngu flutt frá bænum þar sem skrímslið Pennywise hélt til, skapað sér líf annars staðar og hafa skiljanlega engan áhuga á að upplifa sömu martröðina aftur. Dag einn fá þau samt ástæðu til að snúa aftur á æskuslóðirnar og takast á ný á við 16 bitar 4 kr 4 ón 9 ur 9 BJÓÐIÐ Pennywise, en hann á auðvitað sjömenningunum grátt að gjalda og verður sem fyrr leikinn af Bill Skarsgård. Ekki liggur fyrir neinn ákveðinn frumsýningardagur en giska má á með nokkurri vissu að hann verði í september 2019. Aðdáendur leyniþjónustumanns- ins Johnnys English geta glaðst yfir því að nú er þriðja myndin um kappann væntanleg og það er að sjálfsögðu Rowan Atkinson sem leikur hann á ný. Í þetta sinn er það David Kerr sem leikstýrir og handritshöfundurinn Robert Wade sem skrifaði fyrstu myndina (og skapaði um leið karakterinn Johnny English) snýr aftur, en Robert skrifaði einnig handrit James Bond-myndanna The World Is Not Enough, Die Another Day, Casino Royale, Quantum of Solace og Skyfall. Frumsýna á myndina næsta sumar, sennilega í ágúst. Að lokum viljum við geta þess að í september var kosið um hvaða mynd yrði framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna á næsta ári og varð niðurstaðan sú að Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson myndi hljóta þann heiður. Myndin hefur annars gengið mjög vel í bíó enda góð skemmtun og viljum við hvetja þá sem eiga eftir að sjá hana að bæta úr því sem fyrst! Pantið á [email protected] eða á þeim stað sem hentar að sækja. Nánari upplýsingar eru á subway.is/veisla. VEISLUPLATTANN VELKOMINN 8 Myndir mánaðarins