Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt
Nýlega var tilkynnt að Tom Hanks myndi fara með titilhlutverkið í myndinni A Man Called Ove sem eins og nafnið bendir til er gerð eftir bók Fredriks Backman , þeirri sömu og myndin En man som heter Ove með Rolf Lassgård í aðalhlutverki var gerð eftir . Sú mynd sló í gegn um víða veröld í fyrra , var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna og varð aðsóknarmesta myndin á annarri tungu en ensku í Bandaríkjunum á síðasta ári . Það verður gaman að sjá Tom Hanks takast á við hinn skapstygga Ove , en hann er einnig einn af aðalframleiðendum myndarinnar . Ekkert liggur samt fyrir um handritsgerð , leikstjórn eða aðra leikara og því síður hvenær nýja myndin verður frumsýnd .
Af því að við erum að tala um nýju Terminator-myndina má geta þess að James Cameron , upphafsmaður seríunnar , er enn á fullu við framleiðslu og leikstjórn Avatar-framhaldsmyndanna fjögurra sem frumsýna á á árunum 2020 til 2025 . Samt sem áður tilkynnti hann á dögunum um nýtt , eigið leikstjórnarverkefni , en hann hefur ákveðið að leikstýra myndinni The Informationist sem byggð er á samnefndri skáldsögu Taylors Stevens . James er sagður hafa hrifist mjög af þeirri sögu , en hún segir frá manni einum sem er ráðinn af bandarískum auðmanni til að fara til Afríku og finna út hvað varð af dóttur hans sem hvarf sporlaust fjórum árum fyrr . Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um gerð myndarinnar .
frá því hér hvernig þetta fór allt saman en sleppum því af spoilerástæðum enda geta þeir sem vilja vita meira lesið um málið á netinu . Hins vegar er ekkert leyndarmál að það er Kevin Spacey sem fer með hlutverk Jeans Paul Getty og í öðrum stórum hlutverkum eru Mark Wahlberg , Michelle Williams og Charlie Plummer sem leikur John III . Kíkið á mjög góða stikluna .
Það bíða áreiðanlega margir eftir að sjá fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Bryans Singer , Bohemian Rhapsody , en hún fjallar , eins og nafnið bendir til , um hljómsveitina Queen , aðdragandann að stofnun hennar , sigurgönguna og ekki síst meðlimina , þá Freddie Mercury , Brian May , Roger Taylor og John Deacon . Vafalaust snýst mesta spennan um að sjá hvernig leikaranum Rami Malek tekst að túlka Freddie enda ljóst að það fara ekki margir í skóna hans hvað varðar framkomu og söngrödd . Myndina , sem er svo gott sem að verða klár , á að frumsýna á milli jóla og nýárs .
hugmyndaríkur kvikmyndagerðarmaður sem svo sannarlega fer sínar eigin leiðir . Síðasta mynd hans , The Grand Budapest Hotel , var algjörlega frábær í alla staði og nú nýlega var stiklan úr nýjustu mynd hans frumsýnd og hefur vakið verðskuldaða athygli . Í myndinni , sem heitir Isle of Dogs , hverfur Wes aftur að brúðumyndaforminu sem hann notaði í Fantastic Mr . Fox og segir okkur sögu af hundasamfélagi á eyju einni sem varð til þegar Japanir ákváðu að losa sig við alla hunda . Dag einn kemur 12 ára japanskur drengur til eyjarinnar í leit að hundinum sínum Depli og slást aðalhundarnir í sögunni í för með honum , staðráðnir í að aðstoða . Það er engin smáhópur þekktra leikara sem ljær persónum sögunnar raddir sínar og eru þar á meðal þau Scarlett Johansson , Bryan Cranston , Liev Schreiber , Tilda Swinton , Edward Norton , Greta Gerwig , Bill Murray , Frances McDormand , Jeff Goldblum , Harvey Keitel , F . Murray Abraham , Courtney B . Vance , Bob Balaban , Ken Watanabe og Fisher Stevens . Myndina á að frumsýna í mars á næsta ári og hvetjum við aðdáendur Wes og annað áhugafólk um kvikmyndalistina til að sjá stikluna , en hún er eins og allt sem Wes gerir listaverk ein og sér .
Ein vinsælasta nýja stiklan á netinu að undanförnu er úr nýju Tomb Raider-myndinni , en þar fer Alicia Vikander með hlutverk Löru Croft sem leitar föður síns logandi ljósi og lendir í mögnuðum ævintýrum um leið . Stiklan er svakaflott og Alicia tekur sig að sjálfsögðu vel út sem hin hugaða Lara sem er snillingur á öllum sviðum , hvort sem um huglæg verkefni er að ræða eða líkamleg . Myndina á að frumsýna um miðjan mars á næsta ári .
Nýlega var tilkynnt að gerð yrði ein Terminator-mynd til og um leið gefið upp að þau Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton myndu bæði leika í henni , en Linda lék sem kunnugt er Söruh Connor í fyrstu tveimur myndunum . Ekkert liggur fyrir um söguþráðinn en Tim Miller , sem leikstýrði m . a . Deadpool , hefur verið ráðinn leikstjóri .
Nýjasta mynd Ridleys Scott sem leikstjóra er nú svo gott sem tilbúin og verður frumsýnd á AFIhátíðinni í Bandaríkjunum 16 . nóvember . Myndin , sem heitir All the Money in the World , er byggð á bók Johns Pearson um eitt frægasta mannránsmál sögunnar þegar John Paul Getty III , sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma , Jeans Paul Getty , var rænt aðfaranótt 10 . júlí 1973 á Ítalíu . Fljótlega kom í ljós að mannræningjarnir kröfðust 17 milljón dollara í lausnargjald ella yrði John , sem var 16 ára , tekinn af lífi . Málið vakti alveg gríðarlega athygli á sínum tíma og töldu margir að John III hefði sjálfur sett mannránið á svið til að kúga fé út úr fjölskyldunni og þá sérstaklega hinum auðuga afa sínum sem var sá eini í henni sem átti í raun 17 milljón dollara . Sá neitaði hins vegar að borga á þeim forsendum að hann ætti 16 barnabörn og ef hann greiddi myndi þeim öllum verða rænt fyrr eða síðar með sömu afleiðingum . Málið var því í pattstöðu í nokkra daga , allt þar til afskorið eyra Johns III barst í pósti . Okkur langar voða mikið að segja
Við sögðum frá því í síðasta blaði að sá orðrómur gengi að nýjasta mynd Guillermos del Toro væri snilldarverk sem myndi blanda sér í verðlaunaslaginn þegar kvikmyndaárið yrði gert upp . Myndin var svo frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september og er skemmst frá því að segja að hún hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og er nú komin með 8,7 í einkunn á Metacritic .
Það er alltaf gaman þegar Wes Anderson sendir frá sér nýja mynd enda er hann með eindæmum
Leikstjóri Star Wars : The Last Jedi , Rian Johnson , sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram 22 . september þess efnis að efnislegri gerð myndarinnar væri nú endanlega lokið , nítján mánuðum eftir að hún hófst . Hann þakkaði samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna og sagðist myndu sakna myrkvaðra herbergjanna . Um leið var þetta síðasta Instagram-tilkynning hans til aðdáenda varðandi myndina . Og nú er bara að bíða spennt fram að frumsýningu , 15 . desember .
Fyrsta stiklan úr grínævintýrinu Jumanji var frumsýnd í lok september og þar með varð alveg
6 Myndir mánaðarins