Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 32

Thor: Ragnarök Endalokin ... eða kannski upphafið? Aðdáendur Avengers-myndanna og ofurhetjumynda yfirleitt eiga von á góðu 27. október þegar Thor: Ragnarök kemur í bíó en hún verður frumsýnd hér á landi viku áður en í Bandaríkj- unum þar sem frumsýningardagurinn er 3. nóvember. Verða margir íslenskir áhorfendur því á meðal þeirra fyrstu sem sjá myndina en henni er spáð metaðsókn í kvikmyndahúsum. Í þetta sinn þarf þrumuguðinn Þór og félagar hans að takast á við hina illu en máttugu Hel sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæð- ingu. Hún er nú komin aftur til baka staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og um leið losa sig við alla sína bræður og systur ásamt mann- kyninu í heild. Það mun reyna verulega á Þór og þá sem með honum standa því ef baráttan tapast er úti um þau öll og Ásgarð líka. Chris Hemsworth leikur hér þrumuguðinn Þór á ný. Thor: Ragnarök Punktar .................................................... Ævintýri / Hasar Leikstjóri myndarinnar er hinn nýsjálenski Taika Waititi, en síðustu þrjár myndir hans, Hunt for the Wilderpeople, What We Do in the Shadows og Boy, hafa allar verið afar góðar og sópað til sín fjölda verðlauna. Taika er mikill húmoristi og hefur látið hafa eftir sér að Thor: Ragnarök verði mun fyndnari en fyrri myndirnar. Þess má geta að Taika leikur sjálfur eitt hlutverk í myndinni, hlutverk Korgs. l Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Tom Hiddleston, Cate Blanchett, Tessa Thompson, Benedict Cumberbatch, Mark Ruffalo, Sam Neill, Karl Urban og Anthony Hopkins Leikstjórn: Taika Waititi Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Skjaldborgarbíó, Króksbíó, Selfossbíó og Eyjabíó Hermt er að sagan í Thor: Ragnarök sé mikilvægur hlekkur í Aveng- ers-sögunni og að atburðarásin í henni sé að sumu leyti ákveðið forspil að sögunni í næstu Avengers-mynd, Infinity War, sem verður frumsýnd í lok apríl á næsta ári. l Frumsýnd 27. október Fyrir utan þau Þór, Hulk, Loka, Hel og nýliðann Valkyrju koma fjöl- margar þekktar persónur við sögu í myndinni, bæði úr goðafræð- inni og úr ofurhetjuheimi Marvel. Ein af þeim er t.d. Dr. Stephen Strange sem Benedict Cumberbatch leikur hér öðru sinni og verð- ur gaman að sjá hversu veigamikill hans þáttur er í sögunni. l Það mun mæða mest á þeim Hulk, Þór, Valkyrju og Loka í ... Veistu svarið? Persónan sem Cate Blanchett leikur, Hel (er kölluð Hela á ensku), ríkti samkvæmt goðafræðinni yfir níu af undirheimum Niflheims og átti vopnin Hungur, sem var diskur, og hnífinn Sult. En hver er faðir hennar samkvæmt goðafræðunum? ... baráttunni gegn Hel og þeim sem standa með henni. Loki. 32 Myndir mánaðarins