Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 30

Rökkur Hvað er í gangi? Rökkur er eftir handritshöfundinn og leikstjórann Erling Thor- oddsen sem vakti mikla athygli í fyrra með sinni fyrstu mynd, hrollvekjunni Child Eater, og sýndi þar og sannaði hæfileika sína í kvikmyndagerð. Þetta er dularfullur, spennandi og hroll- kaldur tryllir sem vonandi enginn lætur fram hjá sér fara. Rökkur segir frá Gunnari (Björn Stefánsson) sem fær skrítið símtal frá fyrrverandi kærasta sínum, Einari (Sigurður Þór Óskarsson), sem er staddur í bústaðnum Rökkri á Snæfellsnesi. Gunnar er hræddur um að Einar muni fara sér að voða og ekur þess vegna upp á nesið til að stöðva hann. Þegar þangað er komið þurfa strákarnir að gera upp samband sitt í afskekktum bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að það er eitthvað verulega dularfullt á seyði. Eitthvað sem verður ekki útskýrt með orðum. Þeir eru ekki einir ... Rökkur Sigurður Þór Óskarsson og Björn Stefánsson leika þá Einar og Gunnar sem þurfa að takast á við verulega dularfull öfl í Rökkri. Ráðgáta / Tryllir 111 mín Aðalhlutverk: Sigurður Þór Óskarsson, Björn Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Anna Eva Steindórsdóttir og Böðvar Óttar Steindórsson Leikstjórn: Erlingur Thoroddsen Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 27. október Punktar .................................................... Rökkur hefur allt þetta ár ferðast á milli kvikmyndahátíða erlendis og hlotið góðar viðtökur almennra áhorfenda og gagnrýnenda. Myndin hlaut t.a.m. verðlaun fyrir listrænt afrek (Artistic Achieve- ment) á Outfest-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í júlí og fyrstu verðlaun fyrir kvikmyndatökuna á Óháðu kvikmyndahátíðinni í San Francisco, en um kvikmyndunina sá John Wakayama Carey. l Kvikmyndagagnrýnandinn Stephen Farber sem skrifar fyrir The Hollywood Reporter gefur Rökkri ákaflega góð meðmæli í dómi sínum og segir m.a. um myndina: „The cinematography is striking, sound and music are superb and the two leading actors – who carry much of the movie by themselves – both give telling performances.“ l Erlingur Thoroddsen framleiddi myndina sjálfur ásamt Baldvini Kára Sveinbjörnssyni, Búa Baldvinssyni og fleirum, en um tónlist sá Einar Sverrir Tryggvason. Gunnar Helgi Guðjónsson sá um sviðsetn- ingar og búningahönnuður var Steinunn Erla Thoroddsen. Kíkið á nánari upplýsingar um Rökkur á vefsíðunni www.riftmovie.is. l Myndin var tekin upp á Hellissandi og þar í kring, og í sumarbú- staðnum Hruna undir Snæfellsjökli. Þess má geta að Hruni er leigður út nokkrum sinnum á ári, ef einhverjir hafa áhuga og þora að gista þar. Veistu svarið? Rökkur er önnur bíómynd Erlings Thoroddsens á eftir Child Eater en hann á einnig margar góðar stuttmyndir að baki, þ. á m. eina frá árinu 2013, en fyrir hana hlaut hann verðlaunin sem efnilegasti leikstjórinn á Scream- fest-hrollvekjuhátíðinni. Hvað heitir sú mynd? The Banishing. 30 Myndir mánaðarins