Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 20

The Snowman
Áður en fyrsti snjórinn fellur
Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole fær til rannsóknar hvarf ungrar móður kemst hann fljótlega að því að málið tengist eldri morðmálum þar sem ungar mæður voru myrtar í vetrarbyrjun – um það leyti sem fyrsti snjórinn féll .
The Snowman er byggð á sjöundu bókinni sem norski rithöfundurinn Jo Nesbø skrifaði um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole , en þær hafa notið mikilla vinsælda allt frá því að sú fyrsta kom út árið 1997 og verið þýddar á fjölda tungumála , þ . á m . á íslensku eins og flestir vita .
Eins og með allar góðar sakamálasögur og morðgátur þá má auðvitað ekki segja of mikið um söguna í The Snowman til að skemma ekki fyrir þeim áhorfendum sem hafa ekki lesið bókina . Þó má segja að rannsókn málsins á eftir að leiða til óvæntra uppgötvana sem gjörbreyta stefnu hennar oftar en einu sinni og eiga m . a . eftir að leiða Harry Hole og teymi hans á algjörar villigötur ...
The Snowman Morðgáta
Aðalhlutverk : Michael Fassbender , Rebecca Ferguson , James D ’ Arcy , J . K . Simmons , Charlotte Gainsbourg , Val Kilmer , Toby Jones og Chloë Sevigny Leikstjórn : Tomas Alfredson Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóin og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 13 . október
Michael Fassbender leikur rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole sem glímir við afar snúið morðmál í sögunni um Snjókarlinn .
Punktar ....................................................
l The Snowman var að mestu leyti tekin upp þar sem sagan gerist , þ . e . í kringum Osló og í Drammen , Björgvin og Rjukan í Þelamörk .
l Alls hefur Jo Nesbø skrifað ellefu bækur um Harry Hole og kom sú nýjasta , Tørst , út í mars síðastliðnum . Þess má geta að ekki er loku fyrir það skotið að Michael Fassbender muni leika hann á ný í fleiri myndum sem gera á um hann og málin sem hann hefur glímt við .
l Leikstjóri myndarinnar , Tomas Alfredson , á að baki margar góðar myndir en tvær þær síðustu voru njósnaráðgátan Tinker Tailor Soldier Spy ( 2011 ) og Låt den rätte komma in ( 2008 ) sem margir telja einn af albestu norrænu tryllum sem gerðir hafa verið .
l Martin Scorsese ætlaði upphaflega að leikstýra myndinni en þufti frá að hverfa vegna annarra verkefna og Tomas tók við keflinu .
Rebecca Ferguson leikur aðstoðarkonu Harrys Hole , Katrine Bratt .
Veistu svarið ? Eins og kemur fram hér í kynningunni til hægri kom fyrsta bók Jo Nesbø um Harry Hole út á frummálinu árið 1997 , en hún kom ekki út á íslensku fyrr en árið 2013 . Hvað heitir hún ?
20 Myndir mánaðarins
Leðurblakan ( Flaggermusmannen ).