Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 18

My Little Pony : Bíómyndin Teiknimynd
My Little Pony : Bíómyndin
Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis ?
Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er , enda byggt á gleði , söng , ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum . En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja bandamenn sem geta hjálpað þeim .
Það kannast áreiðanlega flestir við Pony-smáhestana sem hafa verið vinsæl barnaleikföng allt frá því að leikfangaframleiðandinn Hasbro setti þau á markað árið 1981 . Í kjölfarið voru síðan framleiddar bæði myndasögur og teiknimyndaþættir sem hafa ekki síður notið vinsælda yngstu kynslóðarinnar allt frá byrjun . Þann 6 . október verður síðan fyrsta bíómyndin í fullri lengd frumsýnd um ævintýri þessara litríku smáhesta , en hún er gerð af sama fólki og skapaði nýjustu teiknimyndaseríuna árið 2010 og sýnd hefur verið í sjónvarpinu undir samheitinu Vinátta og töfrar .
Punktar .................................................... l Myndin er að sjálfsögðu talsett á íslensku og eru það m . a . þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir , Selma Björnsdóttir , Þórdís Björk Þorfinnsdóttir , Bryndís Ásmundsdóttir , Álfrún Helga Örnólfsóttir , Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir , Hildur Kristín Stefánsdóttir , Heiða Ólafsdóttir , Hjálmar Hjálmarsson og Viktor Már Bjarnason sem tala fyrir persónurnar , en leikstjóri var Tómas Freyr Hjaltason .

My Little Pony : Bíómyndin Teiknimynd

99 mín
Teiknimynd með íslensku tali Höfundar : Jayson Thiessen , Meghan McCarthy , Joe Ballarini og Bonnie Zacherle Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 6 . október
18 Myndir mánaðarins