Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 16

Blade Runner 2049 Hver er eftirlíking? Blade Runner 2049 er sjálfstætt framhald myndarinnar Blade Runner frá árinu 1982 og gerist 30 árum síðar þegar menn hafa fullkomnað þá tækni að framleiða nákvæmar eftirlík- ingar af fólki. Þessum eftirlíkingum er síðan ætlað það hlut- verk að sjá um hættulegustu störfin uns líftími þeirra er á enda. En hvað gerist ef eftirlíking fær sjálfstæðan lífsvilja? Það er alveg óhætt að segja að kvikmyndaheimurinn bíði spenntur eftir þessari nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve og þá ekki síst aðdáendur gömlu myndarinnar, en hún er almennt talin ein besta vísindaskáldsaga sem gerð hefur verið. Sú mynd gerðist árið 2019 þegar menn höfðu fundið upp tækni til að framleiða eftir- líkingar af fólki sem síðan voru notaðar sem þrælar á fjarlægum plánetum uns takmörkuðum og fyrirfram gefnum líftíma þeirra lauk. Stundum gerðist það að eftirlíking slapp og þá kom til kasta manna eins og Ricks Deckhart að ná þeim, en hann var einn af sér- sveitarmönnunum í lögreglunni sem kölluðust „blade runners“. Í nýju myndinni leikur Ryan Gosling einnig blade runner, Officer K, sem kemst á snoðir um dularfullt mál úr fortíðinni. Til að aðstoða sig við rannsóknina þarf hann að hafa uppi á Rick sem hafði horfið þrjátíu árum fyrr, þ.e. eftir að hafa leyst sitt síðasta verkefni. Leit K ber árangur að lokum, en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ... Blade Runner 2049 Spenna / Hasar / Vísindaskáldsaga 163 mín Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Harrison Ford, Jared Leto, Ana de Armas, Robin Wright, Dave Bautista, Edward James Olmos og Sylvia Hoeks Leikstjórn: Denis Villeneuve Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll, Kringlunni og Keflavík, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 6. október Ryan Gosling leikur Officer K sem starfar við að elta uppi og fanga eða tortíma eftirlíkingum af fólki sem hafa sloppið frá eigendum sínum og jafnvel öðlast sjálfstæðan vilja langt umfram það sem þeim er ætlað. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, Denis Villeneuve, á m.a. að baki gæða- myndirnar Arrival, Sicario, Prisoners, Enemy og Incendies. l Handritið er skrifað af Michael Green og Hampton Fancher, en sá síðarnefndi skrifaði einnig handrit fyrri myndarinnar sem byggð var á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep? eftir Philip K. Dick. Þess má geta að þeir Denis Villeneuve og Harrison Ford hafa báðir látið hafa eftir sér í viðtölum að handritið að Blade Runner 2049 sé besta handrit sem þeir hafi nokkurn tíma unnið eftir. l Jared Leto leikur hinn ógnvekjandi Niander Wallace í Blade Runner 2049 en tæknin sem hann ræður yfir við gerð eftirlíkinga og hug- myndir hans um framtíðina gera hann að helstu ógninni sem að mannkyninu steðjar. Þess má geta að á netinu, t.d. á YouTube, er að finna sex mínútna mynd um Niander Wall- ace sem heitir Nexus Dawn og sýnir m.a. hvert hann er kominn í tækninni árið 2036, þ.e. þrettán árum áður en Blade Runner 2049 gerist. Einnig viljum við benda áhugasömum á roadto2049.bladerunnermovie.com þar sem það er útskýrt í heild hvað gerðist í Blade Runner-sögunni á milli áranna 2019 (gamla myndin) og 2049 (nýja myndin). l Til að hjálpa sér að komast til botns í málinu ákveður Officer K að hafa uppi á Rick Deckard sem farið hefur huldu höfði í þrjátíu ár. Veistu svarið? Þegar Harrison Ford lék í Blade Runner (1982) á sínum tíma hafði hann m.a. leikið í fyrstu tveimur Star Wars- myndunum og í Raiders of the Lost Ark (1981). En fyrir leik í hvaða mynd árið 1985 hlaut hann svo sína fyrstu og einu Óskarsverðlaunatilnefningu hingað til? Witness. 16 Myndir mánaðarins