Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 14

Væntanlegt í nóvember Velkomin í heim hinna dauðu Nýjasta teiknimynd Disney-Pixar lofar ákaflega góðu en hana á að frumsýna seinni partinn í nóvember. Myndin heitir Coco og segir frá hinum unga Miguel sem elskar tónlist og þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma en er nú látinn. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum. Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma. Dag einn yfirgaf hann fjöl- skylduna, hvarf sporlaust, og spurðist aldrei til hans aftur. Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tónlist, Mig- uel til mikillar mæðu. Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans, hundurinn Dante, inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg. Miguel trúir vart sínum eigin augum því hann sér ekki betur en að þetta sé gítar hetjunnar hans, Ernestos. Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu. Þar á hann eftir að hitta löngu liðna ættingja, sem nú eru gangandi beinagrindur, og eftir að hafa jafnað sig á óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um langalangafa sinn. 14 Myndir mánaðarins Eftir gott gengi gamanmyndarinnar Bad Moms sem var fumsýnd í ágúst í fyrra var ákveðið að gera aðra mynd um þær Amy, Kiki og Cörlu sem í fyrri myndinni fengu nóg af íþyngjandi skyldum sínum í mömmuhlutverkinu og gerðu sína eigin uppreisn í framhaldinu. Síðan þá hafa nokkur vötn fallið til sjávar og jólin nálgast. Enn á ný finna þær vinkonur fyrir þrýstingnum sem samfélagið setur á mömmur að standa sig í stykkinu og ákveða eins og síðast að slá öllu upp í kæruleysi. Vandamálið með það í þetta sinn er að mæður þeirra allra eru væntanlegar í heimsókn og það er ekki víst að þær verði jafn ánægðar með uppátæki dætranna og þær sjálfar. Það eru Mila Kunis, Kristen Bell og Kathryn Hahn sem leika þær Amy, Kiki og Cörlu á ný en mæður þeirra eru leiknar af Susan Saran- don, Christine Baranski og Cheryl Hines. Leikstjórar og höfundar eru þeir sömu og síðast, þeir Jon Lucas og Scott Moore. Þær Carla, Amy og Kiki ákveða að slá öllu upp í kæruleysi og sletta hressilega úr klaufunum um jólin í Bad Mom’s Christmas. Fyrir utan þær myndir sem við höfum skrifað um hér á síðunni og á síðunum fyrir framan verða a.m.k. þrjár aðrar myndir frumsýndar í nóvember. Af þeim má fyrsta telja myndina Wonder með þeim Juliu Roberts, Jacob Tremblay og Owen Wilson í aðalhlutverkum en um hana höfum við áður fjallað hér í blaðinu. Önnur er teiknimyndin Litla vampíran sem er byggð á samnefndum bókum rithöfundarins Angelu Sommer- Bodenburg, en nokkrar þeirra komu út á íslensku á níunda áratug síðustu aldar hjá bókaútgáfunni Nálinni. Þriðja myndin heitir svo Reynir sterki og er heimildarmynd um Reyni Örn Leósson sem vakti heimsathygli á áttunda áratug síðustu aldar fyrir óvenjumikla krafta, ekki síst þegar lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli marghandjárnuðu hann, njörvuðu hann með sterkum keðjum og lokuðu síðan inni í öryggisklefa sem engin leið átti að vera að sleppa úr. En Reynir mölvaði allt stálið af sér og braust síðan út úr fangaklefanum á nokk rum klukkustundum. Enn þann dag í dag veit enginn hvernig hann fór að þessu.