Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 10

Væntanlegt í nóvember Hetjur sameinast Þann 17. nóvember er loksins komið að frumsýningu myndar sem margir hafa beðið eftir, Justice League, þar sem nokkrar af helstu ofurhetjum DC Comics-teikniblaðanna sameina krafta sína gegn hinum ægilega Steppenwolf. Upptaktinn að þessari sameiningu mátti sjá í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice þegar Wonder Woman kom Batman fyrst til aðstoðar og nú bætast í hópinn The Flash, Aquaman og Cyborg. Auk þessara, sem skipa aðalkjarnann, koma fleiri ofurhetjur að sjálfsögðu við sögu eins og t.d. Mera, eiginkona Aquamans og drottning Atlantis, og auðvitað Superman, sem í upphafi myndarinnar er reyndar dáinn eftir átökin við Steppenwolf. Hvernig honum tekst að snúa til baka vitum við ekki nákvæmlega hér á Myndum mánaðarins enda er það eitt af leyndardómum myndarinnar. En fyrir utan þau sem hér hafa verið nefnd koma ýmsar aðrar persónur við sögu, bæði gamalkunnar og nýjar og má þar t.d. nefna Antiope og Hippolytu drottningu, Lex Luthor, Mörthu Kent, Gordon lögreglumann, Alfred þjón Bruce Wayne, Henry Allen, Lois Lane, Menalippu, Iris West og dr. Silas Stone. Leik- hópurinn er stórstjörnum prýddur en myndinni er leikstýrt af Zack Snyder sem gerði m.a. myndirnar 300, Watchmen, Man of Steel og Batman v Superman: Dawn of Justice og hefur þegar verið ráðinn til að leikstýra Justice League Part Two sem gæti komið í bíó eftir tvö ár. Við kynnum þessa mynd betur í næsta blaði en bendum áhugasömum á afar flottar stiklurnar sem er m.a. að finna á justiceleaguethemovie.com þar sem einnig má skoða ýmsar aðrar upplýsingar um myndina og persónur hennar. Mikið og öflugt kynningastarf er farið í gang fyrir væntan- lega frumsýningu Justice League og hér má sjá fimm af aðalleikurunum á síðustu Comic Con-ráðstefnu, þau Ben Affleck, Ezra Miller, Gal Gadot, Ray Fisher og Jason Momoa. 10 Myndir mánaðarins Þann 28. júní 2013 brutust út gríðarlegir skógareldar í grennd við smábæinn Yarnell í Arizonaríki sem tveimur dögum seinna urðu 19 slökkviliðsmönnum sem börðust við hann að bana. Vegna afar óhagstæðra vinda urðu Yarnell-eldarnir síðan að mestu skógareldum sem brotist hafa út í Arizona síðan land þar var numið en þegar þeir náðu hámarki 1. júlí loguðu þeir á rúmlega 3.400 hektara svæði. Það tók síðan fleiri en 400 slökkviliðsmenn og hundruð sjálfboðaliða níu daga að ráða niðurlögum eldanna og voru þeir að fullu slökktir 10. júlí. Í þessari mynd, sem lofar ákaflega góðu, er farið yfir atburðarásina eftir bestu heimildum og ekki síst þær aðstæður sem lokuðu þá 19 sem dóu inni, en Yarnell-eldarnir eru þriðju mannskæðustu skógareldar í sögu Bandaríkjanna. Kvikmyndin Thank You For Your Service er fyrsta mynd Jasons Hall sem leikstjóra en hann skrifaði handritið að hinni fantagóðu American Sniper sem Clint Eastwood leik- stýrði. Eins og hún gerist Thank You For Your Service í Íraksstríðinu og er byggð á samnefndri verðlaunabók blaðamannsins og rithöfundarins Davids Finkel. Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en orðrómur er uppi um að hér sé á ferðinni mynd sem eigi eftir að blanda sér af krafti í verðlaunaslaginn sem framundan er, ekki síst Miles Teller í aðalhlutverkinu, en leikur hans er sagður alveg stórkostlegur. Myndin verður frumsýnd 10. nóvember. Miles Teller leikur hermanninn Adam Schumann sem reynir að aðlagast lífinu á ný eftir að hafa þjónað í Írak.