Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Það getur verið gaman að setjast niður ásamt vinum og rifja upp liðna tíma og það er einmitt það sem þeir John Goodman, Jeff Bridges og Steve Buscemi gerðu á dögunum ásamt blaðamanninum Harry Smith. Umræðuefnið var að sjálfsögðu myndin The Big Lebowski eftir Coen-bræður en hún á tuttugu ára afmæli um þessar mundir og er af mörgum talin einhver besta mynd sem gerð hefur verið. Þar léku þeir John, Jeff og Steve hinar eftirminnilegu persónur Walter, The Dude og Donny og höfðu greinlega mjög gaman af að rifja upp gerð myndarinnar, allt frá því þeir lásu handritið fyrst. Þessa endurfundi má m.a. finna á YouTube og hvetjum við alla aðdáendur The Big Lebowski til að hlusta á upprifjun þeirra félaga sem er bæði skemmtileg og fróðleg. Hér má sjá þau Jude Law og Blake Lively í hlutverkum sínum í mynd- inni The Rhythm Section eftir Reed Morano en hún er ein af fjölmörgum áhugaverðum myndum sem væntanlegar eru í kvikmyndahús á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Marks Burnell sem einnig skrifar handritið og segir frá Stephanie Pat- rick sem verður fyrir gríðarlegu áfalli þegar öll fjölskylda hennar ferst í flugslysi. Gjörsamlega niðurbrotin fyllist Stephanie sjálfseyðingarhvöt sem er næstum því búin að gera út af við hana þegar hún kemst að því að hrap flugvélarinnar var ekki slys eins og talið hafði verið heldur hryðjuverk. Þar með öðlast hún nýjan tilgang í lífinu: Að finna þá sem eru ábyrgir fyrir dauða fjölskyldu hennar og láta þá gjalda fyrir það. Queen-myndin Bohemian Rhapsody var frumsýnd í London 23. okt- óber og að sjálfsögðu mættu þeir Brian May og Roger Taylor á svæðið ásamt aðalleikara myndarinnar Ramy Malek sem leikur söngvarann, píanóleikarann og laga- og textahöfundinn Freddie Mercury. Er skemmst frá því að segja að myndin hefur hlotið frábærar móttökur Queen-aðdáenda og er þegar þetta er skrifað komin með 8,4 í eink- unn á Imdb.com frá tæplega 3.000 notendum. Sér í lagi þykir Ramy fara á algjörum kostum í hlutverki Freddies og er mjög líklegur til að sópa að sér verðlaunum fyrir það á komandi verðlaunahátíðum. Tökur á nýjustu mynd Óskarsverðlaunahafans Toms Hooper (The King’s Speech, Les Misérables, The Danish Girl) eru nú að hefjast eða eru jafnvel komnar í gang, en um er að ræða söngleikinn Cats eftir Andrew Lloyd Webber sem aftur var byggður á ljóðasafni T.S. Eliot, Old Possum’s Books of Practical Cats. Myndin, sem til stendur að frumsýna í desember á næsta ári, mun m.a. skarta í helstu hlutverkum þeim Taylor Swift, Jenni- fer Hudson, Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellen og James Corden. Sam- kvæmt orðróminum er samt ekki um beina uppfærslu söngleiksins að ræða heldur nýja útgáfu á sögunni sem á eftir að koma á óvart. Eftir að hafa á undanförnum tíu árum gert myndir eins og The Man from U.N.C.L.E., King Arthur: Legend of the Sword og tvær Sherlock Holmes-myndir auk Disney-myndarinnar Aladdin sem frumsýnd verður í maí ætlar leikstjórinn Guy Ritchie að snúa aftur í ræturnar og gera mynd í anda sinna fyrstu mynda, Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch, sem frumsýndar voru 1998 og 2000. Myndin nefnist Toff Guys og hefur Guy, sem bæði framleiðir og skrifar handritið og söguna, þegar ráðið leikara í þrjú stærstu hlutverkin, þau Matthew McConaughey, Kate Beckinsale og Henry Golding. Eins og gefur að skilja hefur lítið frést af söguþræði Toff Guys, en þó það að hún fjalli um eiturlyfjakóng í London sem hefur hug á að hætta í bransanum og reynir að fá auðuga aðila í Bandaríkjunum til að kaupa af sér rekst- urinn. Atburðarásin verður svo væntanlega full af óvæntum fléttum og uppákomum. Talsvert er samt í þessa mynd því fyrst þarf Guy að uppfylla samning um að gera þriðju Sherlock Holmes-myndina. 6 Myndir mánaðarins