Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir | Page 20

The Nutcracker and the Four Realms Trúðu þínum eigin augum Þegar hin unga og móðurlausa Clara fær jólagjöfina frá guð- föður sínum Drosselmeyer grunar hana ekki að gjöfin muni leiða hana á vit stórkostlegra ævintýra í fjórum hliðarheimum, Snjókornalandi, Blómalandi, Sælgætislandi og svo fjórða land- inu þar sem hin illviljaða rauða móðir býr og hefur öll völd. The Nutcracker and the Four Realms sækir efniviðinn í bókina Hnotu- brjóturinn og músakóngurinn (Nussknacker und Mausekönig) eftir þýska rithöfundinn E. T. A. Hoffmann sem skrifaði hana árið 1816. Sagan var síðan endurskrifuð af Alexandre Dumas árið 1844 og það var einmitt eftir þeirri útgáfu, tæplega hálfri öld síðar, sem þeir Marius Petipa og Lev Ivanov sömdu ballettinn fræga, Hnotubrjót- inn, við hina tilkomumiklu og fögru tónlist Tsjaikovskíjs. Þetta mikla og skemmtilega jólaævintýri er hér uppfært af Disney- kvikmyndafyrirtækinu og tilheyrir myndaflokknum sem hófst árið 2014 með myndinni Maleficent og hefur síðan verið fram haldið með myndum eins og Öskubusku, Fríðu og dýrinu, Lísu í Undralandi og Skógarlífi, þar sem leiknum persónum og teiknuðum er blandað saman með nýjustu kvikmyndatækni. Útkoman er sannkölluð töfra- og ævintýraveröld sem heillar áhorfendur upp úr skónum ... The Nutcracker and the Four Realms Ævintýri 99 mín Aðalhlutverk: Mackenzie Foy, Keira Knightley, Helen Mirren, Morgan Freeman, Jack Whitehall, Matthew Macfadyen, Richard E. Grant, Eugenio Derbez og Ellie Bamber Leikstjórn: Lasse Hallström og Joe Johnston Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Háskólabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 2. nóvember Aðalpersóna sögunnar, Clara, er leikin af hinni 17 ára Mackenzie Foy. Punktar .................................................... Hnotubrjóturinn er eins og flestir vita einhver frægasti og mest uppsetti ballett allra tíma og um leið einhver vinsælasta jólasaga sem skrifuð hefur verið enda er ballettinn ætíð sýndur í kringum jólahátíðina. Það má því til sanns vegar færa að The Nutcracker and the Four Realms sé ekki bara ævintýri sem fólk á öllum aldri kann að meta heldur er hún um leið fyrsta jólamynd kvikmyndahúsanna í ár. l Helen Mirren leikur rauðu móðurina sem þráir meiri völd en hún hefur. Veistu svarið? Sú sem leikur Clöru, Mackenzie Foy, á þrátt fyrir ung- an aldur tíu ára leikferil að baki. Hún lék m.a. hina 10 ára Murph sem var dóttir persónu sem Matthew Mc- Conaughey lék í frægri mynd árið 2014. Hvaða mynd? Keira Knightley leikur sykurplómuálfkonuna og þeir Richard E. Grant og Eugenio Derbez leika þá herra Shiver og herra Hawthorne. Interstellar. 20 Myndir mánaðarins