Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir | Page 16

Væntanlegt í desember 16 Mary Poppins snýr aftur á hvíta tjaldið í desember, 54 árum eftir að samnefnd mynd sló í gegn um allan heim, en hún er fyrir löngu orðin eitt af sígildum meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í það skiptið var það Julie Andrews sem lék Mary en í þetta sinn er það Emily Blunt sem leikur þessa rammgöldróttu og snjöllu barnfóstru. Myndin Bumblebee er væntanleg í kvikmyndahúsin um jólin en hér er um svokallað „spin-off“ frá Transformer-myndum Michaels Bay að ræða þar sem upprunasögu eins af helstu karakterum þeirra, vélmennisins Bumblebees, eru gerð skil og gerist sagan áður en atburðarásin í Transformer-myndunum átti sér stað. Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Ellen voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heim- sókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem erfitt er að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það. Með stór hlutverk fyrir utan Emily fer fjöldi þekktra leikara, þ. á m. Ben Whishaw, Colin Firth, Julie Walters, Meryl Streep, David Warner og Emily Mortimer. Um leið gæti þetta orðið fyrsta myndin í nýrri seríu þar sem upp- runa allra vélmennanna verða gerð sams konar skil, en það fer væntanlega eftir gengi Bumblebee hvort af því verður. Ljóst er að efnistökin í henni verða öðruvísi en hjá Michael Bay en leikstjórinn, Travis Knight, sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, gerði m.a. teiknimyndina frábæru, Kubo and the Two Strings, og var einn af aðalhöfundum myndanna The Boxtrolls, ParaNorman og Coraline. Fyrstu stiklurnar eru komnar á netið og lofa góðu og hvetjum við alla til að kynna sér þær. Það er Emily Blunt sem hér fetar í fótspor Julie Andrews og leikur göldróttu barnfóstruna Mary Poppins sem hefur ráð undir rifi hverju. Hin unga Charlie Watson (Hailee Steinfeld) verður heldur betur hissa þegar hún rekst á Bumblebee þar sem hann er í felum á ruslahaugi. Myndir mánaðarins