Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt ævisöguleg heldur hefst hún í London árið 1968, þrjátíu árum eftir að Judy sló í gegn sem Dorothy í myndinni um Galdrakarlinn í Oz. Judy var komin til London til að halda tónleika og þótt hún reyndi að láta á litlu bera fór það ekki fram hjá nema fáum að henni leið ekki vel þegar þarna var komið sögu, enda lést hún nokkrum mánuðum síðar, eða í júní 1969, 47 ára gömul. Stiklan úr nýjustu mynd Jaumes Collet-Serra var frumsýnd í október, en hann gerði m.a. myndirnar Orphan, Unknown, Non-Stop, Run All Night og núna síðast The Shallows. Nýja myndin heitir The Commuter og segir frá manni einum sem á leið til vinnu í lest sem hann hefur tekið daglega um langt skeið fær óvenjulegt tilboð frá konu sem hann hefur aldrei hitt áður en sest hjá honum og býður honum 75 þúsund dollara fyrir að leysa eitt verkefni. Maðurinn, Michael, er í fyrstu lítið spenntur en þegar hann áttar sig á að peningarnir sem konan býður honum eru til staðar byrjar hann að sökkva ofan í verkefnið uns svo er komið að annað hvort leysir hann það eða deyr. Með aðalhlutverkið fer Liam Neeson og er þetta í fjórða sinn sem hann leikur aðalhlutverkið í mynd eftir Jaumes. The Commuter verður að öllum líkindum frumsýnd seinni partinn í janúar. Þann 21. október tilkynnti leikstjór- inn James Wan að tökum væri loks- ins lokið á nýjustu mynd hans sem 8 Myndir mánaðarins fjallar um ofurhetjuna og konung Atlantis, Aquaman. Það er Jason Momoa sem leikur kappann en eins og flestir væntanlega vita kemur hann í fyrsta sinn fram í hlutverkinu í myndinni Justice League sem verður frumsýnd 17. nóvember. Sagan í Aquaman gerist samt á undan atburðunum í Justice League enda segir hún frá upphafi þess að Arthur Curry verður að sjávarhetjunni mögnuðu, en það er sama nálgun og við sáum í Wonder Woman þar sem upprunasaga hennar var sögð þótt hún hefði áður birst í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice. Nú tekur við öll eftirvinnsla Aquaman, en myndina á að óbreyttu að frum- sýna í desember á næsta ári. Og meira af ofurhetjumyndum því samkvæmt Paul Feige, fram- leiðanda og forseta Marvel-teikni- blaðarisans, er vinna við myndina Captain Marvel vel á veg komin, en hana á að frumsýna seinni part ársins 2019. Brie Larson mun leika kafteininn, eða Carol Danvers eins og hún heitir í raun í þessari útgáfu (það eru til nokkrar mismunandi útgáfur), en ofurkraftar hennar felast í gríðarlegum styrk og þoli, orkuvörnum og hæfileika til að draga í sig orku. Auk þess getur hún flogið. Ekkert hefur verið látið uppi um söguþráðinn, enda enn verið að vinna í handritinu, en Paul lét fylgja með að myndin yrði að öllum líkindum undanfari fjórðu Avengers-myndarinnar. Áhugafólk um öðruvísi myndir, og þá meinum við það fólk sem hefur gaman af súrrealisma, ætti að kíkja á stikluna úr nýjustu mynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos sem gerði síðast hina afar sérstöku mynd The Lobster. Nýja myndin heitir The Killing of a Sacred Deer, er með Colin Farrell og Nicole Kidman í aðalhlutverkum og hefur verið að fá alveg frábæra dóma margra gagnrýnenda sem sumir hverjir halda vart vatni yfir snilldinni. Myndin segir frá lækni einum sem neyðist til að grípa til vægast sagt örþrifaráða þegar einn af sjúklingum hans reynist ekki allur þar sem hann er séður og byrjar að ógna tilveru læknisins á heldur óvenjulegan hátt, svo ekki sé meira sagt. Við vitum ekki hvort þessi mynd nær að rata í kvikmyndahús hér á landi, en það er aldrei að vita. Það kannast sjálfsagt flestir við teiknimyndirnar um þau Dóru landkönnuð og Díegó vin hennar sem hafa notið mikilla vinsælda barna um allan heim á undanförnum árum. Nýverið var tilkynnt að til stæði að gera mynd í fullri lengd um þau Dóru og Díegó og sá sem stendur að baki henni er enginn annar en stórmyndakóngurinn Michael Bay, eða réttara sagt fyrirtæki hans, Platinum Dunes. Aðdáendur geta þó verið alveg rólegir því það eru að minnsta kosti þrjú ár í að myndin verði tilbúin. Í október var frumsýnd stikla úr Disney-myndinni A Wrinkle in Time sem verður frumsýnd í mars og er óhætt að segja að hún lofi góðu. Myndin er byggð á samnefndri vísindaskáldsögu og ævintýri bandaríska rithöfundarins Madeleine L’Engle sem kom upp- haflega út árið 1962 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Disney gerði sjónvarpsmynd eftir þessari sögu árið 2003 en í þetta sinn er öllu tjaldað til við að færa ævintýrið á hvíta tjaldið og má alveg búast við að myndin verði ein af vinsælli myndum næsta árs. Í stuttu máli þá er sagan um unga stúlku, Meg Murry, og leit hennar að föður sínum, vísindamanninum Alex Murry sem hvarf sporlaust þegar Meg var ung. Kíkið endilega á þessa frábæru stiklu á netinu, sérstaklega ef þið elskið ævintýri. Áhugafólk um æsispennandi hroll- vekjur ætti að kynna sér myndina Winchester: The House That Ghosts Built sem áætlað er að frumsýna í mars á næsta ári, en hún er með Helen Mirren og Jason Clarke í aðalhlutverkum og er byggð á sannsögulegum atburðum að hluta. Höfundar eru bræðurnir Michael og Peter Spierig, þeir sömu og gerðu myndina Jigsaw sem skrifað er um á bls. 16, og allt bendir til að verði hrollvekjukóngar næstu ára. Stiklan úr myndinni var frumsýnd rétt áður en þetta blað fór í prentun og er vel þess virði að skoða, enda gefur hún góð fyrirheit. Breski leikstjórinn Saul Dibb mun í febrúar senda á almennan markað sína nýjustu mynd, en hún nefnist Journey’s End og er byggð á leikverki Roberts Cedric Sherriff sem skrifaði það eftir að hafa barist fyrir Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Verkið þykir eitt það áhrifamesta sem gert hefur verið um skelfilegt ástandið í skotgröfum þessa hræðilega stríðs en það var fyrst sett á svið í West End árið 1928 með Laurence Olivier í aðalhlutverki sem þá var aðeins 21 árs að aldri. Leikverkið hlaut fjölmörg verðlaun og árið 1930 gerði leikstjórinn James Whale mynd eftir því sem þótti stórkostleg á sínum tíma. Það lítur út fyrir að þessi nýja mynd sé það líka en hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og fékk frábæra dóma auk þess sem Saul Dibb hefur auðvitað áður sent frá sér þrjár myndir sem allar hafa þótt mjög góðar, Bullet Boy árið 2004, The Duchess árið 2008 og Suite Française árið 2014. Með aðalhlutverkin fer svo stór hópur kunnra breskra leikara og fara þar fremstir í flokki þeir Sam Claflin, Paul Bettany, Asa Butterfield, Toby Jones og Tom Sturridge.