Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt
Nú er loksins búið að frumsýna stikluna úr nýjustu mynd Pauls Thomas Anderson , en hún er jafnframt síðasta myndin sem Daniel Day-Lewis leikur í ef hann stendur við það að hætta alfarið í leiklistinni eins og hann hefur sagst ætla að gera . Myndin heitir Phantom Thread og gerist á sjötta áratug síðustu aldar í London , en Daniel leikur virtan klæðskera í henni sem m . a . saumar föt á sjálfa konungsfjölskylduna . Myndina á að frumsýna 2 . febrúar og þess ber að geta að síðast þegar þeir Paul og Daniel unnu saman varð útkoman hin magnaða mynd , There Will Be Blood , en fyrir leik sinn í henni hlaut Daniel Óskarsverðlaunin 2008 .
Nú er komið í ljós að ein af janúarmyndunum verður vísindatryllirinn Extinction en hann er eftir Ben Young ( Hounds of Love ) og segir frá manni einum og fjölskyldu hans sem lenda í hrikalegri stöðu þegar geimverur ráðast á jörðina með verulega illt í huga . Maðurinn , sem heitir Peter ( að því er okkur skilst ) og er leikinn af Michael Peña , uppgötvar að hann býr yfir ákveðnum hæfileikum sem koma að gagni við að verjast ófögnuðinum , en hvaðan þessir hæfileikar koma er ráðgáta út af fyrir sig . Við fjöllum betur um þessa mynd í næsta blaði en hún gæti orðið fyrsti stórsmellur ársins 2018 .
Nýja Jurassic World-myndin , sem nú er ljóst að muni heita Fallen Kingdom , verður frumsýnd 22 . júní og eru þeir áreiðanlega margir sem hlakka til þess enda varð síðasta mynd ein vinsælasta
mynd sögunnar þegar hún halaði inn rúmlega 1,6 milljarða dollara í kvikmyndahúsum . Ekki liggur fyrir hver söguþráðurinn er en þau Owen Grady og Claire Dearing sem Chris Pratt og Bryce Dallas Howard léku í Jurassic World snúa til baka ásamt flestum sem lifðu af atburði hennar , auk nokkurra nýrra persóna , en leikstjóri er Katalóninn J . A . Bayona sem gerði myndirnar The Impossible og A Monster Calls .
Eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá leiklistinni þegar tökum á Blade Runner 2049 lauk er Ryan Gosling nú kominn á fullt aftur en fyrsta mynd hans eftir þetta hlé er jafnframt nýjasta mynd hins unga leikstjóra Damiens Chazelle sem kom sá og sigraði með einni bestu mynd ársins 2014 , Whiplash , og fylgdi henni svo eftir með La La Land í fyrra , en þar lék Ryan Gosling einnig aðal karlhlutverkið eins og flestir sjálfsagt vita . Nýja myndin heitir First Man og fjallar um geimfarann Neil Alden Armstrong , sem árið 1969 varð fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið . Eftir því sem okkur skilst hér á Myndum mánaðarins gerist First Man fyrst og fremst í kringum þessa tunglferð og það eru þeir Lukas Haas og Corey Stoll sem leika ferðafélaga Neils , þá Michael Collins og Buzz Aldrin .
Leikarinn geðþekki Dwayne Johnson ætlar ásamt leikstjóranum Rawson Marshall Thurber að taka þátt í sumarmyndaslagnum næsta sumar og munu þeir tefla fram myndinni Skyscraper í þeim slag . Ekki er mikið vitað um söguna en heyrst hefur að þetta sé háspennumynd sem gerist eins og heitið bendir reyndar til í skýjakljúf sem verður vettvangur átaka á milli persónu Dwaynes og glæpamanna sem ætla sér heimsyfirráð , hvorki meira né minna . Það má þó alveg reikna með að þetta sé mynd í gamansömum tón enda gerði
Rawson myndirnar Dodgeball : A True Underdog Story , We ’ re the Millers og núna síðast Central Intelligence sem var einmitt með Dwayne í öðru aðalhlutverkinu . Við eigum væntanlega eftir að segja frekari fréttir af þessari mynd þegar líður á næsta ár .
En talandi um Dwayne Johnson þá má geta þess að hann er einhver uppteknasti leikarinn í Hollywood þessa daga enda með einar tíu myndir í pípunum fyrir utan nýju Jumanji-myndina sem kemur í bíó í desember og við skrifum dálítið um hér aftar í blaðinu . Allt virðast þetta vera annað hvort gamanmyndir eða hasar- og hamfaramyndir og á meðal þeirra er myndin Rampage sem gerð er eftir samnefndum tölvuleik sem kom fyrst út árið 1986 , en hann var á sínum tíma ákaflega vinsæll og gat af sér nokkra framhaldsleiki . Myndinni er leikstýrt af Brad Peyton sem leikstýrði Dwayne einnig í hamfaramyndinni San Andreas árið 2015 og í Journey 2 : The Mysterious Island árið 2012 , og mun svo leikstýra honum í fjórða sinn í San Andreas 2 .
Það hefur ekki farið mikið fyrir nafni Peters Jackson í kvikmyndapressunni síðan hann lauk við Hobbit-þríleikinn árið 2014 , en hann er nú að undirbúa gerð næstu myndar um blaðamanninn Tinna , Fangarnir í sólhofinu , sem hann mun svo einnig leikstýra þegar þar að kemur , en hún er eina myndin á leikstjórnarlista hans eins og sakir standa . Markverðara þykir okkur að samhliða Tinnamyndinni er Peter að framleiða mynd sem heitir Mortal Engines sem hann skrifaði sjálfur handritið að ásamt eiginkonu sinni , Fran Walsh , og byggði það á samnefndri framtíðarsögu Philips Reeve . Sú saga er ógnvænleg sýn á komandi tíma og merkileg fyrir margra hluta sakir . Myndin stendur einnig nær
Íslendingum en gengur og gerist því það er Hera Hilmarsdóttir sem fer með eitt aðalkvenhlutverkið í henni og á myndin áreiðanlega eftir að verða risastökk fyrir hana í kvikmyndaheiminum .
Ein af þeim myndum sem fengið hafa hvað besta dóma áhorfenda að undanförnu er nýjasta mynd leikstjórans Martins McDonagh sem gerði hina sérstöku en afar góðu mynd In Bruges árið 2008 . Nýja myndin , sem tæplega 13 hundruð manns hafa gefið 8,3 í meðaleinkunn á Imdb . com þegar þetta er skrifað , heitir Three Billboards Outside Ebbing , Missouri og er með Frances McDormand , Woody Harrelson , Sam Rockwell og Abbie Cornish í stærstu hlutverkunum . Þetta er kolsvört glæpakómedía um móður sem grípur til sinna ráða þegar henni finnst yfirvöld draga lappirnar við rannsókn á morði dóttur hennar . Þykir þeim sem séð hafa myndina einsýnt að Frances verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á móðurinni , en myndina á að frumsýna hér á landi um miðjan febrúar . Skoðið afar góða stikluna .
Og fyrst við erum að tala um Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna er sjálfsagt að geta þess að þær leikkonur sem nú um mánaðamótin október-nóvember eru taldar líklegastar til að keppa við Frances McDormand um hnossið eru þær Margot Robbie fyrir myndina I , Tonya , Sally Hawkins fyrir The Shape of Water , Emma Stone fyrir Battle of the Sexes og Kate Winslet fyrir Wonder Wheel . Eitthvað segir okkur að þessi listi eigi eftir að breytast a . m . k . eitthvað þegar líður á nóvembermánuð .
Nýlega var tilkynnt að Renée Zellweger hefði verið ráðin til að leika Judy Garland í myndinni Judy sem Rupert Goold ætlar að leikstýra . Myndin er ekki
6 Myndir mánaðarins