Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 34

Coco Teiknimynd
Coco
Velkomin í heim hinna dauðu
Coco er nítjánda mynd Pixar-teiknimyndarisans í fullri lengd og verður frumsýnd á sama degi og fyrsta myndin sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir 22 árum , Toy Story , sem Pixar hefur síðan fylgt eftir með mörgum af bestu teiknimyndum allra tíma , t . d . Toy Story 2 og 3 , Finding Nemo ( og Dory ) og Inside Out svo einhverjar séu nefndar . Coco er þegar rómuð sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til þessa og það má bóka að hún býður upp á fjölskylduskemmtun eins og hún gerist best .
Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma . Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum . Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma . Dag einn yfirgaf hann fjölskylduna , hvarf sporlaust , og spurðist aldrei til hans framar . Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tónlist og er meinilla við öll hljóðfæri , Miguel til mikillar mæðu .
Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans , hundurinn Dante , inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg . Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu þar sem hann á síðan eftir að hitta löngu liðna ættingja sem nú eru gangandi beinagrindur . Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um hvað orðið hafi um langalangafa sinn ...
Coco Teiknimynd
90 mín
Íslensk talsetning : Gunnar Hrafn Kristjánsson , Orri Huginn Ágústsson , Þór Breiðfjörð , Margrét Eir Hönnudóttir , Hanna María Karlsdóttir , Atli Þór Albertsson , Laddi o . fl . Leikstjórn : Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Smárabíó , Ísafjarðarbíó , Selfossbíó , Eyjabíó , Bíóhöllin Akranesi , Skjaldborgarbíó og Króksbíó
34 Myndir mánaðarins
Frumsýnd 24 . nóvember Punktar .................................................... l Sagan og sögusviðið í Coco byggir að mestu leyti á mexíkóskum
Aukamynd : Leitin að jólahefðunum
Á undan Coco verður sýnd 22 mínútna teiknimynd sem heitir Frozen : Ævintýri Ólafs , en hún er mjög fyndin og segir frá því þegar Ólafur snjókarl heldur út í heim ásamt Svenna hreindýri til að leita að bestu jólahefðunum eftir að hann heyrir þær Elsu og Önnu tala um að þær hafi ekki vanist neinum slíkum hefðum sjálfar . Leit Ólafs og Svenna verður síðan ævintýraleg með afbrigðum , enda er Ólafur fundvís á hinar margvíslegustu jólahefðir frá öllum heimshornum og hinum ýmsu menningarheimum .
Og eins og alltaf kemur Ólafur auðvitað öllum í gott skap því hann er alltaf svo glaður og bjartsýnn sjálfur . þjóðsögum og hefðum og gerist í kringum eina helstu hátíð Mexíkana , Dag hinna dauðu ( Día de Muertos ), þegar fjölskyldur koma saman og heiðra minningu þeirra sem á undan þeim hafa gengið . Um leið er þetta önnur Pixar-myndin þar sem persónurnar eru að mestu af öðru þjóðerni en bandarísku , en sú fyrri var myndin Brave frá árinu 2012 sem gerðist eins og flestir muna í Skotlandi .
l Coco verður sýnd bæði í tvívídd og þrívídd .