Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 30

Justice League
Sameinuð munum við standa
Dauði Supermans í kjölfar sjálfsfórnar hans hefur fyllt Batman auknum krafti og eftir að hann og Wonder Woman taka höndum saman ákveða þau að fá til liðs við sig þá Aquaman , The Flash og Cyborg . Baráttan snýst um að bjarga mannkyninu frá útrýmingu og aðalóvinurinn er hinn ægilegi Steppenwolf .
Eins og allir vita hafa ofurhetjumyndir verið á meðal vinsælustu bíómynda síðari ára og þeir eru vafalaust fjölmargir sem nú bíða spenntir eftir Justice League , einni umtöluðustu mynd ársins .
Hér sameina ofurkrafta sína þekktar persónur DC Comics-teikniblaðanna en upptaktinn að þeirri sameiningu mátti sjá í myndinni Batman v Superman : Dawn of Justice og nú bætast í hópinn The Flash , Aquaman og Cyborg . Auk þeirra koma fleiri ofurhetjur að sjálfsögðu við sögu eins og t . d . Mera , eiginkona Aquamans og drottning Atlantis , og auðvitað Superman , sem í upphafi myndarinnar er reyndar dáinn eftir átökin við Steppenwolf . Hvernig honum tekst að snúa aftur er eitt af leyndarmálum myndarinnar og verður sú gáta ekki ljós fyrr en á frumsýningardeginum 17 . nóvember .
Justice League Ævintýri / Hasar Aðalhlutverk : Ben Affleck , Gal Gadot , Jason Momoa , Henry Cavill , Ray Fisher , J . K . Simmons , Amy Adams , Ezra Miller , Ciarán Hinds , Robin Wright og Amber Heard Leikstjórn : Zack Snyder Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Smárabíó , Ísafjarðarbíó , Selfossbíó , Eyjabíó , Bíóhöllin Akranesi , Skjaldborgarbíó og Króksbíó
113 mín
Fimm af aðalleikurum Justice League stilla sér upp á Comic Con-ráðstefnunni þar sem myndin var kynnt en þetta eru þau Ben Affleck ( Batman ), Ezra Miller ( Flash ), Gal Gadot ( Wonder Woman ), Ray Fisher ( Cyborg ) og Jason Momoa ( Aquaman ). Auk þeirra koma fjölmargar aðrar persónur úr ofurheimum við sögu , allar í túlkun frægra leikara .
Frumsýnd 17 . nóvember Punktar .................................................... l Fyrir utan aðalhetjur myndarinnar koma ýmsar aðrar persónur úr DC-teikniblöðunum við sögu , bæði gamalkunnar og nýjar , og má þar t . d . nefna Antiope og Hippolytu drottningu , Lex Luthor , Mörthu Kent , Gordon lögreglumann , Alfred þjón Bruce Wayne , Henry Allen , Lois Lane , Menalippu , Iris West og dr . Silas Stone , en leikhópurinn sem fer með þau hlutverk er stórstjörnum prýddur .
l Nokkrir Íslendingar komu að gerð Justice League en hún var eins og kunnugt er að hluta tekinn upp hér á landi , þar á meðal í Djúpuvík á Ströndum , og verður gaman að sjá útkomuna .
Veistu svarið ? Leikstjórinn Zack Snyder gerði sína fyrstu mynd sem leikstjóri , Dawn of the Dead , árið 2004 en hún var mjög góð endurgerð samnefndrar myndar sem var frumsýnd árið 1978 . Hvaða þekkti hrollvekjumeistari var höfundur og leikstjóri þeirrar myndar ?
30 Myndir mánaðarins
George A . Romero .