Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 29

Litla vampíran Vampírur eru ekki til, rétt? Rangt! Teiknimyndin um litlu vampíruna er byggð á víðfrægum og vinsælum bókum Angelu Sommer-Bodenburg sem hún hóf að gefa út árið 1979. Sögurnar hafa í dag verið þýddar á yfir þrjá- tíu tungumál, þ. á m. íslensku, og selst í meira en 10 milljón eintökum auk þess að geta af sér bæði sjónvarps- og útvarps- þætti, leikrit, kennsluefni og leikna bíómynd árið 2000. Anton er þrettán ára gamall strákur sem er heillaður af sögum um hina dauðu og ódauðlegu og myndi gefa mikið fyrir að hitta eins og eina vampíru. Honum verður að ósk sinni þegar hann vingast við jafnaldra sinn Runólf, en hann er vampíra sem býr í gömlum kirkjugarði ásamt fjölskyldu sinni. Líf Antons breytist umsvifalaust í ævintýri en hætta steðjar að þegar hinn ógnvekjandi vampíru- bani Rökkfinnur mætir á svæðið, staðráðinn í að koma öllum vampírum fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Það má ekki takast! Litla vampíran Teiknimynd 83 mín Íslensk talsetning: Hálfdán Helgi Matthíasson, Rúnar Freyr Gíslason, Hjálmar Hjálmarsson, Tinna Hrafnsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Vaka Vigfúsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Orri Huginn Ágústsson og Steinn Ármann Magnússon Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 10. nóvember Myndir mánaðarins 29