Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 28

Reynir sterki Maðurinn með ofurkraftana Reynir Örn Leósson (11. febrúar 1939–30. desember 1982) var merkilegur maður og lífshlaup hans ótrúlegt. Mesta athygli vakti hann fyrir nánast ofurmannlega krafta sem m.a. komu nafni hans og afreki í heimsmetabók Guinness þar sem met hans stendur enn og vandséð er að verði nokkurn tíma slegið. Í þessari vönduðu og yfirgripsmiklu heimildarmynd Baldvins Z um lífshlaup Reynis Arnar Leóssonar er hulinni svipt af ýmsu sem viðkemur þessum einstaka manni, en þrátt fyrir ofurkraftana má segja að hann hafi aldrei öðlast þá viðurkenningu í samfélaginu sem hann leitaði ávallt eftir. Sem ungum manni var honum úthýst af foreldrum sínum og gengu margar sögur um að hann væri ekkert annað en svindlari, fyllibytta og ræfill. En var það svo? Í myndinni er m.a. rætt við fólk sem þekkti Reyni persónulega auk annarra sem komu að einhverju leyti að afrekum hans, en á meðal þeirra má nefna að Reynir lyfti 290 kílóa tunnu á hné sér, lyfti hjóli tólf tonna vörubifreiðar frá jörðu, sleit sverar keðjur og mélaði lög- regluhandjárn nánast í agnir – eftir að hafa losað sig úr þeim fyrst. Mesta athygli vakti hann þó þegar lögreglumenn á Keflavíkurflug- velli marghandjárnuðu hann, njörvuðu hann með sterkum keðjum og lokuðu síðan inni í öryggisklefa sem engin leið átti að vera að sleppa úr. En Reynir mölvaði allt stálið af sér og braust síðan út úr fangaklefanum á nokkrum klukkustundum. Það er aflraun sem erfitt er að sjá að nokkrum manni muni takast að leika eftir. Reynir sterki Heimildarmynd 87 mín Helstu viðmælendur: Erla Sveinsdóttir, Leó Svanur Reynisson, Linda Reynisdóttir, Einar Örn Einarsson, Bíbí Ólafsdóttir og Fríður Leósdóttir Leikstjórn: Baldvin Z Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó, Bíóhöllin, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Eyjabíó og Selfossbíó Reynir var járnsmiður að mennt og starfaði m.a. við vélsmíðar og bifreiðaviðgerðir. Fyrir utan aflraunirnar var hann einnig þekktur fyrir ýmsar uppfinningar sem þykja mjög merkilegar enn þann dag í dag. Frumsýnd 10. nóvember Punktar .................................................... Þeim sem vilja kynna sér betur hina opinberu hlið á Reyni er bent á að fletta fréttum um hann upp á timarit.is og á YouTube má m.a. finna myndband af því þegar hann braust út úr fangaklefanum. l Við gerð myndarinnar var víða leitað fanga og er einn hluti hennar t.d. „stop-motion“-kafli vegna bílaeltingaleiks sem kemur fyrir í sögunni. Veistu svarið? Höfundur myndarinnar, Baldvin Zophoníasson, oftast kallaður Baldvin Z, sendi frá sér sína fyrstu bíómynd í fullri lengd árið 2010 en hún hlaut fjölmörg verðlaun og kallast á ensku Jitters. En hvað heitir hún á íslensku? Þessi mynd var tekin þegar lögreglumenn voru að pakka Reyni handjárnuðum inn í keðjur og járn áður en þeir lokuðu hann inni í fangaklefa í fangelsinu á Keflavíkurflugvelli sem engin leið átti að vera að brjótast út úr berhentur. En Reynir gerði það samt. Órói. 28 Myndir mánaðarins