Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 26

Thank You For Your Service Sum sár gróa aldrei Eftir að hafa gegnt herþjónustu í Írak á árunum 2007–2008 snýr liðsforinginn Adam Schumann heim til eiginkonu sinnar og tveggja ungra barna þeirra. En skelfileg reynsla úr átökun- um fylgir Adam og sviptir hann hugarró, svefni og hæfileik- anum til að takast á við eðlilegt líf á ný. Hvað getur hann gert? Kvikmyndin Thank You For Your Service hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en orðrómur er uppi um að hér sé á ferðinni afar góð og áhrifarík mynd sem eigi eftir að blanda sér af krafti í verðlaunaslaginn sem framundan er, ekki síst Miles Teller í aðalhlut- verkinu, en leikur hans er sagður ekkert minna en stórkostlegur. Adam þjáist auðvitað af áfallastreitu eða PTSD (Post Traumatic Stress Disorder) eins og algengt er um hermenn, þar á meðal marga félaga Adams, og um leið og við fylgjumst með hvernig hann tekst á við hana sjáum við einnig hvað olli henni þegar hann var í Írak. Haley Bennett og Miles Teller leika hjónin Saskiu og Adam Schumann sem eiga tvö ung börn og þurfa að ná áttum á ný eftir að Adam snýr til baka frá Írak þar sem hann lenti í síendurtekinni lífshættu. Thank You For Your Service Sannsögulegt 108 mín Aðalhlutverk: Miles Teller, Haley Bennett, Keisha Castle-Hughes, Amy Schumer, Joe Cole, Kate Lyn Sheil, Beulah Koale og Erin Darke Leikstjórn: Jason Hall Bíó: Sambíóin Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 10. nóvember Punktar .................................................... Thank You For Your Service er byggð á sam- nefndri verðlaunabók blaðamannsins og rit- höfundarins Davids Finkel og kom út í kjölfar fyrri bókar hans, The Good Soldier, sem gerðist í Írak og fjallaði um hermenn Bandaríkjahers sem gengdu herþjónustu þar. Sú bók hlaut einnig fjölmörg verðlaun og þykir lýsa að- stæðum hermannanna einstaklega vel enda dvaldi David um nokkurra mánaða skeið í Bagdad og byggir því sögurnar á sinni eigin reynslu og reynslu þeirra sem hann kynntist. l Myndin er fyrsta mynd Jasons Hall sem leikstjóra en hann skrifaði einnig handritið og á að baki handritið að American Sniper. l Þegar þetta er skrifað hefur myndin hvergi verið sýnd en orðrómurinn um að Miles Teller vinni í henni stórkostlegan leiksigur er mjög sterkur. Veistu svarið? Þótt Miles Teller sé í dag kominn á stall með vinsælustu leikurum Bandaríkjanna eru ekki liðin nema sjö ár síðan hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, en henni var leikstýrt af John Cameron Mitchell og var með Nicole Kidman og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum. Hvað mynd er það? Thank You For Your Service fjallar að miklu leyti um þau áhrif sem það hefur á menn að vera í stöðugri lífshættu og sjá félaga sína falla í átökum. Slík reynsla einfaldlega breytir mörgum til eilífðar. Rabbit Hole. 26 Myndir mánaðarins