Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 24

Murder on the Orient Express
Hver er morðinginn ?
Belgíski morðgátusérfræðingurinn sérvitri , Hercule Poirot , er á leið til Vestur-Evrópu á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar ásamt fleiri farþegum . Nótt eina er einn af farþegunum myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið , raða saman sönnunargögnunum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð .
Morðið í Austurlandahraðlestinni er ein frægasta og vinsælasta saga rithöfundarins og morðgátudrottningarinnar Agöthu Christie sem gaf hana út 1 . janúar árið 1934 . Sagan varð mjög vinsæl eins og fleiri sögur Agöthu og hefur síðan bæði verið sett upp á leiksviðum og kvikmynduð mörgum sinnum . Frægust af bíómyndunum er eflaust sú sem gerð var árið 1974 en hún var með nokkrum af vinsælustu kvikmyndastjörnum þess tíma í aðalhlutverkum , varð ein vinsælasta mynd þess árs og um leið fyrsta breska mynd sögunnar til að komast í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans .
Þessi nýja mynd fetar í fótspor hennar hvað það varðar stjörnufansinn , en í öllum helstu hlutverkunum eru vinsælir og þekktir leikarar . Það ætti því að vera óhætt að bóka að hér sé á ferðinni frábær bíóskemmtun og vonandi lætur enginn hana fram hjá sér fara .
Murder on the Orient Express Morðgáta
Aðalhlutverk : Kenneth Branagh , Johnny Depp , Daisy Ridley , Judi Dench , Michelle Pfeiffer , Penélope Cruz , Willem Dafoe , Josh Gad , Derek Jacobi og fleiri Leikstjórn : Kenneth Branagh Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Sambíóið Álfabakka , Borgarbíó , Bíóhöllin , Skjaldborgarbíó , Ísafjarðarbíó , Króksbíó , Eyjabíó og Selfossbíó
Kenneth Branagh leikstýrir myndinni og leikur jafnframt belgíska morðgátusérfræðinginn snjalla , Hercule Poirot .
Frumsýnd 10 . nóvember Punktar ....................................................
l Agatha Christie fékk hugmyndina að sögunni þegar hún ferðaðist sjálf með Austurlandahraðlestinni til Istanbul og tafir urðu á ferðinni vegna flóða . Hún skrifaði síðan söguna á hótelherbergi 411 í Pera Palace-hótelinu í Istanbul , en það herbergi er núna safn og er varðveitt nákvæmlega eins og það var þegar Agatha dvaldi þar .
Johnny Depp leikur hinn dularfulla Samuel Ratchett sem á grugguga fortíð og er helsti örlagavaldurinn í sögunni .
Veistu svarið ? Kenneth Branagh , sem á 36 ára leikferil í kvikmyndum að baki og 28 ára leikstjóraferil , hefur gert margar mjög góðar og vinsælar myndir á ferlinum . Hann leikstýrði t . d . einni vinsælustu og tekjuhæstu mynd ársins 2011 . Hvaða mynd var það ?
Daisy Ridley , sem sló í gegn sem Rey í Star Wars : The Force Awakens , leikur barnfóstruna Mary Debenham .
24 Myndir mánaðarins
Thor .