Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 22

Only the Brave
Baráttan við eldinn
Þann 28 . júní 2013 brutust út gríðarlegir skógareldar í grennd við smábæinn Yarnell í Arizonaríki sem vegna óhagstæðra vinda urðu síðan að mestu og mannskæðustu skógareldum sem brotist hafa út í Arizona síðan land þar var numið .
Þegar verst lét brunnu eldarnir á 3.400 hektara svæði og það átti eftir að taka fleiri en 400 slökkviliðsmenn , fjölda hermanna og hundruð sjálfboðaliða þrettán daga að ráða niðurlögum þeirra . Aðalviðfangsefni myndarinnar er hins vegar hópur slökkviliðsmanna frá borginni Prescott sem falið var það verkefni að koma í veg fyrir að eldarnir næðu til Yarnell , en til að gera það þurftu þeir að ganga upp að eldveggnum og leggja sig í bráða lífshættu ...
Only the Brave Sannsögulegt
Aðalhlutverk : Josh Brolin , Miles Teller , Jeff Bridges , James Badge Dale , Jennifer Connelly , Andie MacDowell , Taylor Kitsch , Geoff Stults , Alex Russell og Thad Luckinbill Leikstjórn : Joseph Kosinski Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Ísafjarðarbíó , Selfossbíó , Eyjabíó , Bíóhöllin Akranesi , Skjaldborgarbíó og Króksbíó
133 mín
Frumsýnd 3 . nóvember
Josh Brolin leikur slökkviliðsstjórann Eric Marsh , sem leiddi sína menn í baráttunni við eldana , en þessi hópur var einstaklega samheldinn og hafði hlotið viðurnefnið „ The Hot Shots “ .
Punktar .................................................... HHHHH - Village Voice HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH1 / 2 - Variety HHHH1 / 2 - IGN HHHH - Screen l Þegar þetta er skrifað er nýbúið að frumsýna myndina í Bandaríkjunum og er skemmst frá því að segja að hún er að fá frábæra dóma þeirra gagnrýnenda sem þegar hafa birt umsagnir sínar eins og sjá má á stjörnugjöfinni hér að ofan . Hafa ber í huga að dómar margra virtustu gagnrýnendanna eiga eftir að birtast , en það er samt orðið nokkuð ljóst að Only the Brave er mjög góð mynd .
l Leikstjóri Only the Brave , Joseph Kosinski , á tvær bíómyndir að baki , cyber-ævintýrið Tron ( 2010 ) sem mörgum fannst frábær mynd , og vísindaskáldsöguna og Tom Cruise-myndina Oblivion ( 2013 ) sem var eins og kunnugt er að stórum hluta tekin upp á Íslandi . Joseph mun næst senda frá sér myndina Maverick sem er sjálfstætt framhald myndarinnar Top Gun frá árinu 1987 og verður eins og hún með Tom Cruise í aðalhlutverkinu .
Veistu svarið ? Josh Brolin , sem leikur eitt aðalhlutverkið í Only the Brave , hefur leikið í mörgum þekktum myndum , þar á meðal í Guardians of the Galaxy og Avengers : Age of Ultron en í þeim lék hann sama karakterinn , ófrýnilega ofurhetju úr grískri goðasögu . Hvað heitir sú ofurhetja ?
Miles Teller og Taylor Kitsch leika slökkviliðsmennina Brendan McDonough og Christopher Alan MacKenzie í Only the Brave .
22 Myndir mánaðarins
Thanos .