Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 20

A Bad Moms Christmas Dálítið kæruleysi getur ekki skaðað Jólin nálgast með öllu sínu umstangi og undirbúningi sem eins og margir vita, ekki síst mömmur, getur gert fólk gráhært af stressi enda er krafan sú að ekkert megi gleymast og allt þurfi að vera í toppstandi og skipulagt þegar hátíðin gengur í garð. En hvað gerist ef þær Amy, Kiki og Carla ákveða að brjóta hefðina og slá alvörunni upp í mátulegt kæruleysi? Það muna sjálfsagt allir eftir myndinni Bad Moms sem var frumsýnd í ágúst í fyrra og gerði það gott í kvikmyndahúsum heimsins, enda bráðskemmtileg. Þegar upp var staðið hafði hún halað inn 184 milljónum dollara en framleiðslukostnaður við gerð hennar var 20 milljónir. Það lá því svo til strax í loftinu að framhaldsmynd yrði gerð og hér er hún komin, aðeins fimmtán mánuðum síðar. Eftir litlu einkauppreisnina sem vinkonurnar Amy, Kiki og Carla gerðu í síðustu mynd gegn kröfunum sem samfélagið gerir til mæðra um að þær standi sig í stykkinu eru að koma jól. Álagið eykst smám saman og að því kemur að þær stöllur ákveða að slá hlutunum upp í mátulegt kæruleysi á ný og slaka á spennunni. En þá gerist það að mæður þeirra (Susan Sarandon, Cheryl Hines og Christine Baranski) koma í heimsókn og þar sem þær eru af gamla skólanum hafa þær misjafnar skoðanir á uppátækjum dætranna ... A Bad Moms Christmas Gamanmynd Aðalhlutverk: Mila Kunis, Kristen Bell, Kathryn Hahn, Cheryl Hines, Susan Sarandon, Christine Baranski, Justin Hartley, David Walton og Jay Hernandez Leikstjórn: Jon Lucas og Scott Moore Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Eins og í fyrri myndinni eru það þær Kathryn Hahn, Mila Kunis og Kristen Bell sem leika vinkonurnar Cörlu, Amy og Kiki. Frumsýnd 3. nóvember Punktar .................................................... Leikstjórar myndarinnar og handritshöfundar, Jon Lucas og Scott Moore, eru þeir sömu og gerðu fyrri myndina. l l Þetta er í fyrsta sinn sem Mila Kunis leikur í framhaldsmynd. Veistu svarið? Höfundar Bad Moms-myndanna, Scott Moore og Jon Lucas, eiga sem handritshöfundar að baki nokkrar góðar myndir, þar á meðal handrit fyrstu myndarinnar í þekktum grín-þríleik, en hún varð gríðarlega vinsæl árið 2009. Hvaða mynd var það? Móðir Kikiar (Cheryl Hines) hefur eins og mæður þeirra Cörlu og Amyar sínar eigin bjargföstu skoðanir á því hvernig jólin eiga að vera. The Hangover. 20 Myndir mánaðarins