Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 17

BÍLL ÁRSINS Á VERÐI ÁRSINS ŠKODA FABIA frá: 2.017.000 kr. ŠKODA FABIA Á SÉRKJÖRUM Í TAKMARKAÐAN TÍMA. ŠKODA Fabia er margverðlaunaður bíll með marga kosti. Hann er lítill og lipur en stór að innan, vel útbúinn og ódýr í rekstri. Komdu og náðu þér í bíl ársins á frábæru verði og með fimm ára ábyrgð. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ reddot design award best of the best car design www.skoda.is Hver hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna? Við höldum áfram að birta spádóma ritstjórans Claytons Davis sem á og rekur vefinn awardcircuit.com þar sem hann heldur úti stöðugt uppfærðri spá um hvaða myndir, leikstjórar, leik- arar, handritshöfundar o.s.frv. muni hljóta tilnefningu til Ósk- arsverðlauna á næsta ári. Þetta er auðvitað allt til gamans gert enda á eftir að frumsýna margar myndir á þeim tveimur mánuðum sem eftir eru af árinu en spá Claytons gefur samt ákveðna vísbendingu um orðróminn. Í þetta sinn ætlum við að renna yfir stöðuna í spánni um hvaða tíu leikstjórar eru næstir því að hljóta tilnefningu fyrir myndir sínar á árinu 2017. Fyrstu fimm Næstu fimm 1. Martin McDonagh fyrir myndina Three Billboards Outside Ebbing með Frances McDormand og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. 2. Guillermo del Toro fyrir myndina The Shape of Water með Sally Hawkins, Octaviu Spencer og Michael Shannon í aðalhlutverkum. 3. Joe Wright fyrir myndina Darkest Hour með Gary Oldman, Lily James, Kristin Scott Thomas og Ben Mendelsohn í aðalhlutverkum. 4. Christopher Nolan fyrir myndina Dunkirk með Fionn White- head, Barry Keoghan og Mark Rylance í aðalhlutverkum. 5. Dee Rees fyrir myndina Mudbound með Carey Mulligan, Garrett Hedlund og Jason Clarke í aðalhlutverkum. 6. Denis Villeneuve fyrir myndina Blade Runner 2049 með Ryan Gosling, Önu de Armas og Harrison Ford í aðalhlutverkum. 7. Luca Guadagnino fyrir myndina Call Me By Your Name með Armie Hammer og Timothée Chalamet í aðalhlutverkum. 8. Greta Gerwig fyrir myndina Lady Bird með Saoirse Ronan, Odeyu Rush, Kathryn Newton og Laurie Metcalf í aðalhlutverkum. 9. Steven Spielberg fyrir myndina The Post með Tom Hanks, Meryl Streep, Alison Brie og Söruh Paulson í aðalhlutverkum. 10. Richard Linklater fyrir myndina Last Flag Flying með Bryan Cranston, Laurence Fishburne og Steve Carell í aðalhlutverkum. Myndir mánaðarins 17