Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 15

Væntanlegt í desember Þeir sem kunnu vel að meta laufléttan húmorinn og frábæra tónlistina í Pitch Perfect-myndunum tveimur sem frumsýndar voru 2012 og 2015 eiga von á meiru af svo góðu í þriðju myndinni um söngdívurnar Becu, Emily, Amy og hinar sem saman stofnuðu sönghópinn Bellurnar og komu, sungu og sigruðu í landskeppni sönghópa í fyrri myndinni og urðu svo heimsmeistarar í þeirri seinni. Reyndar eru þær hættar þegar hér er komið sögu, enda skólinn fyrir löngu að baki, en þegar þeim býðst að fara til Evrópu og taka þátt í einu móti í viðbót kemur auðvitað ekkert annað til greina en að slá til og æfa nokkur ný atriði. Myndin kemur í bíó í desember og verður kynnt nánar í næsta blaði. En andstæðingarnir eru engin lömb að leika sér við frekar en fyrri daginn og þar á meðal er þessi hópur sem hefur litla trú á að Bellurnar nái sér á strik í tíma. Þrátt fyrir að hafa ekki æft saman um langt skeið tekur ekki langan tíma fyrir Bellurnar að rífa stemninguna upp í hópnum. Og von- andi skilar hún sér í nýju atriðunum sem þær þurfa að tefla fram. Að sjálfsögðu mæta þau John og Gail á svæðið en þau eru sem fyrr leikin af John M. Higgins og Elizabeth Banks. Er John Kramer á lífi? Við sögðum frá því í septemberblaðinu að tryllirinn Jigsaw yrði frumsýndur í lok október, en eins og gerist stundum í heimi kvikmynda og bíóhúsa þá þurfti síðan að fresta frumsýningunni af óviðráðanlegum ástæðum. Þeir sem eru spenntir fyrir þessari mynd, og það erum við sannarlega hér hjá Myndum mánaðarins, geta þó andað létt því myndin verður frumsýnd í byrjun desember og vonandi kemur ekkert upp á með það í þetta sinn. Jigsaw er sjálfstætt framhald af Saw-seríunni vinsælu sem hrollvekjumeistar- inn James Wan startaði árið 2004. Hún segir frá því þegar rannsókn lögreglu á nokkrum óhugnanlegum morðum leiðir í ljós að allar aðstæður og aðferðir sem morðinginn hefur notað til að murka lífið úr fórnarlömbunum benda ótvírætt til að þar sé á ferðinni enginn annar en John Kramer, öðru nafni Jigsaw, sem gerði löggunni lífið leitt fyrr á árum. Vandamálið við þetta er að John er búinn að vera undir grænni torfu í tíu ár þannig að annað hvort er hann risinn upp frá dauðum eða morðinginn, hver sem hann er, gjörþekkir að- ferðir hans svo vel að hann hlýtur að hafa haft aðgang að öllum smáatriðum í rannsóknargögnum lögreglunnar á sínum tíma – nú, eða að hann hafi hreint og beint þekkt Jigsaw og aðferðir hans betur en nokkur annar. Bræðurnir Michael og Peter Spierig leikstýra hér þeim Mandela Van Peebles og Matt Passmore í einu atriði myndarinnar. Leikstjórar myndarinnar eru þýsku bræðurnir Peter og Michael Spierig, en þeir hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir góð og fersk tök sín á spennumyndaforminu og eiga m.a. að baki myndirnar Daybreakers frá árinu 2009 og Predestination sem var frumsýnd 2014. Þessar myndir fóru ekki mjög hátt en fengu afar góða dóma, sérstaklega sú síðarnefnda sem margir telja reyndar eina bestu og frumlegustu vísindaskáldsögu ársins 2014. Þegar þetta er skrifað hefur Jigsaw hvergi verið frumsýnd en stiklan úr henni er dálítið óvenjuleg því hún er í raun bara ein mínúta úr einu atriðinu, sennilega upphafsatriðinu, og sýnir vel á hvers konar spennuatriðum áhorf- endur eiga von. Kíkið endilega á hana. Svona byrjar atriðið sem sýnt er í stiklunni. Myndir mánaðarins 15