Myndir mánaðarins MM Ágúst 2019 Bíóhluti | Page 19

Angel Has Fallen Tryggðin getur verið banvæn Í þessari þriðju mynd um fyrrverandi leyniþjónustumanninn og núverandi lífvörð forseta Bandaríkjanna, Mike Banning, kemst hann heldur betur í hann krappan þegar þaulskipu- lögð árás er gerð á forsetann þar sem allir aðrir en hann sjálf- ur úr lífvarðasveitinni láta lífið. Í kjölfarið vaknar grunur um að Mike hafi sjálfur skipulagt árásina og hans bíður því það verkefni að finna hina seku og hreinsa sjálfan sig af sök. Já, Mike Banning sem kvikmyndaáhugafólk þekkir úr myndunum Olympus Has Fallen og London Has Fallen snýr hér aftur í þriðja sinn sem lífvörður forseta Bandaríkjanna og lendir í miklum hremm- ingum þegar hann þarf sjálfur að leggja á flótta undan eigin fólki eftir að hafa naumlega bjargað lífi forsetans úr hryðjuverkaárás. Hann þarf því ekki bara að finna út hver stóð að árásinni heldur vernda um leið líf forsetans sem liggur á sjúkrahúsi. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem er á flótta en sem fyrr deyr Mike ekki ráðalaus og fær til liðs við sig föður sinn (Nick Nolte) sem þrátt fyrir að vera rúmlega áttræður er ekkert blávatn ... Angel Has Fallen Spenna / Hasar Gerard Butler bregður sér í þriðja sinn í hlutverk fyrrverandi leyni- þjónustumannsins Mikes Banning sem hefur vissulega séð það svart sem lífvörður forsetans en aldrei samt eins og í þetta sinn. 114 mín Aðalhlutverk: Gerard Butler, Morgan Freeman, Piper Perabo, Jada Pinkett Smith, Lance Reddick, Nick Nolte, Danny Huston, Tim Blake Nelson, Chris Browning og Michael Landes Leikstjórn: Ric Roman Waugh Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó Frumsýnd 30. ágúst Punktar .................................................... Leikstjóri í þetta sinn er Ric Roman Waugh sem gerði myndirnar Felon, Snitch og Shot Caller sem allar þykja alveg þrælgóðar. Handritið er hins vegar skrifað af Robert Mark Kamen (The Karate Kid, The Transporter, Taken) í samvinnu við Ric Roman Waugh og höfunda seríunnar, Katrin Benedikt og Creighton Rothenberger. l Gerard Butler, sem jafnframt er einn af aðalframleiðendum mynd- arinnar, lét hafa eftir sér í viðtali að sagan í þessari mynd væri pers- ónulegri og mun dýpri en þær fyrri hvað varðar persónusköpun. l Veistu svarið? Í ár eru liðin 55 ár síðan Morgan Freeman lék í sinni fyrstu bíómynd, The Pawnbroker, eftir Sidney Lumet og þrjátíu ár síðan hann lék í mynd sem færði honum hans fyrstu tilnefningu til Óskars- verðlauna. Hvaða mynd var það? Allan Trumbull (Morgan Freeman) sem var forseti neðri deildar Banda- ríkjaþings í Olympus Has Fallen, er nú orðinn forseti Bandaríkjanna. Driving Miss Daisy. Myndir mánaðarins 19