Myndir mánaðarins MM Ágúst 2019 Bíóhluti | Page 15

Good Boys Vandræðin eru víða Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að kyssa kærastan. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn. Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max, Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“ þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrr- nefndan dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum, þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ... Good Boys Gamanmynd Brady Noon, Jacob Tremblay og Keith L. Williams leika strákana þrjá. 89 mín Aðalhlutverk: Jacob Tremblay, Keith L. Williams, Brady Noon, Will Forte, Molly Gordon, Josh Caras, Christian Darrel Scott, Lil Rel Howery, Sam Richardson og Retta Leikstjórn: Gene Stupnitsky Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll og Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 21. ágúst Punktar .................................................... Good Boys er fyrsta myndin sem Gene Stupnitsky leikstýrir en hann skrifaði einnig handritið ásamt samstarfsmanni sínum, Lee Eisenberg. Þeir Gene og Lee eiga m.a. að baki handrit myndanna Year One og Bad Teacher auk þess að hafa bæði framleitt og skrifað fjölda þátta í bandarísku Office-sjónvarpsseríunni. l l Aðalframleiðendur Good Boys eru þeir Seth Rogen og Evan Goldberg, en þeir eiga sem framleiðendur að baki grínmyndir eins og Superbad, Neighbors-myndirnar, Knocked Up, The Disaster Artist, Sausage Party, The Interview, 50/50, Blockers, Pineapple Express og fleiri þekktar myndir. Veistu svarið? Af þeim þremur sem leika aðalhlutverkin er Jacob Tremblay langþekktastur eftir að hafa slegið í gegn í myndinni Room og síðan leikið í myndum eins og Wonder, The Book of Henry og The Predator. Hver leikstýrði honum í síðastnefndu myndinni? Þarna hafa þeir Lucas, Thor og Max komist í eitthvað vafasamt á netinu. Shane Black. Myndir mánaðarins 15