Myndir mánaðarins MM September 2019 Bíóhluti | Page 28

Rambo: Last Blood Síðasta verkefnið? Vonir Johns Rambo um að fara að geta tekið því rólega á fjöl- skyldubúgarðinum fara fyrir lítið þegar ungri frænku hans er rænt af mexíkósku glæpagengi og hann neyðist til að fara til Mexíkó til að frelsa hana úr prísundinni áður en það er of seint. Já, John Rambo, sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu í myndinni First Blood sem gerð var eftir samnefndri bók rithöfundarins Davids Morrell, mætir aftur á svæðið 20. september í fimmtu myndinni um hann, ellefu árum eftir að hann lét síðast á sér kræla í myndinni Rambo árið 2008. Sú mynd fékk fína dóma og mikla aðsókn og það má vera ljóst að þótt aldurinn sé að færast yfir hefur Rambo engu gleymt þótt síða hárið og rauða hárbandið sé komið á hilluna ... Þótt aldurinn sé farinn að færast yfir John Rambo hefur hann engu gleymt og er til alls vís þegar einhver gerir á hlut hans. Rambo: Last Blood Spenna / Hasar 100 mín Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Paz Vega, Yvette Monreal, Sergio Peris-Mencheta, Adriana Barraza, Genie Kim, Joaquín Cosío, Óscar Jaenada og Louis Mandylor Leikstjórn: Adrian Grunberg Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 20. september Punktar .................................................... Sylvester Stallone er tvísaga um hvort þessi fimmta mynd um John Rambo sé sú síðasta því hann hefur bæði haldið því fram að hún sé það og líka að e.t.v. verði sjötta myndin gerð ef þessi gengur vel. l Þetta er önnur mynd Adrians Grunberg sem leikstjóra en sú fyrri var hin þrælskemmtilega Get the Gringo sem Mel Gibson lék aðalhlut- verkið í árið 2012. Þess ber þó að geta að Adrian er margreyndur aðstoðarleikstjóri og vann sem slíkur að þekktum myndum eins og Traffic, Collateral Damage, Amores perros, Man on Fire, Jarhead, Apo- calypto og Edge of Darkness svo einhverjar séu nefndar af mörgum. l Sagan í myndinni er eftir Sylvester Stallone sem einnig skrifaði hand- ritið í samvinnu við Matthew Cirulnick. l Yvette Monreal leikur frænkuna ungu sem Rambo þarf að bjarga. Veistu svarið? Skáldsagan First Blood eftir David Morrell kom út árið 1972 og var gefin út í íslenskri þýðingu fyrir jólin 1976. Þetta var fyrsta bók Davids og kynnti til sög- unnar sérsveitarmanninn John Rambo sem hafði lifað tímana tvenna. En hvað hét sagan á íslensku? Frá tökum á myndinni sem fóru að mestu fram í Búlgaríu, á Spáni og á Kanaríeyjum í október, nóvember og desember í fyrra. Í greipum dauðans. 28 Myndir mánaðarins