Myndir mánaðarins MM September 2019 Bíóhluti | Page 25

Skin Þú uppskerð eins og þú sáir Sönn saga Bryons Widner sem frá 14 ára aldri hafði aðhyllst öfgafulla, hvíta þjóðernisstefnu í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna og átti stóran þátt í að stofna nýnasistasamtökin alræmdu Vinlanders Social Club (VSC) árið 2003. Þegar hann eignaðist sjálfur fjölskyldu ákvað hann að segja skilið við samtökin, en það átti ekki eftir að reynast neinn barnaleikur. Skin er kraftmikil og um leið stórmerkileg saga þar sem þau Jamie Bell og Danielle Macdonald þykja sýna snilldarleik, hann sem ný- nasistinn Bryon Widner og hún sem eiginkona hans, Julie Price, en hún átti þrjú börn fyrir þegar þau Bryon gengu í hjónaband og eignuðust þau síðan saman eitt í viðbót ári eftir brúðkaupið. Á einu ári breyttist sem sagt staða Bryons úr því að vera aggressívur þjóðernissinni í að vera fjölskyldumaður með fjögur börn og það átti líka eftir að breyta hugarfari hans. En viðskilnaður Bryons við sína gömlu félaga og fortíðina átti eftir að reynast mun erfiðari en hann hafði gert ráð fyrir og ógna bæði lífi hans og fjölskyldunnar ... Skin Sannsögulegt Jamie Bell leikur nýnasistann Bryon Widner sem ákvað að snúa við blaðinu þegar hann eignaðist fjölskyldu og segja skilið við fortíð sína. 118 mín Aðalhlutverk: Jamie Bell, Danielle Macdonald, Daniel Henshall, Vera Farmiga, Mike Colter, Bill Camp, Mary Stuart Masterson, Ari Barkan, Justin Wilson, Scott Thomas og Michael Villar Leikstjórn: Guy Nattiv Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 20. september Punktar .................................................... Skin er eftir ísraelska leikstjórann og handritshöfundinn Guy Nattiv sem hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir stuttmynd sína, Skin, sem þrátt fyrir að bera sama nafn og bíómyndin fjallar ekki um sama efni og hún nema að því leyti að segja sögu af rasisma. l Það er ekki nóg með að Bryon Widner hafi sagt skilið við nýnas- istasamtökin VSC heldur gekk hann jafnhliða til samstarfs við OPP- samtökin (One People’s Project) sem berjast á móti rasisma og hóf að fjarlæga af sér fjölmörg húðflúr sem báru merki um fortíð hans. l Þau Danielle Macdonald og Jamie Bell þykja sýna stórleik í hlutverk- um sínum í Skin sem einn og sér er næg ástæða til að sjá myndina. Veistu svarið? Segja má að Jamie Bell hafi orðið stjarna á einni nóttu þegar hann lék titilhlutverkið í myndinni Billy Elliot sem jafnframt var hans fyrsta hlutverk. Síðan hefur hann sýnt og sannað að leiksigur hans þar var engin tilviljun. En hvaða frægu leikkonu er hann kvæntur? Vera Farmiga leikur veigamikið hlutverk í Skin. Kate Mara. Myndir mánaðarins 25