Myndir mánaðarins MM September 2019 Bíóhluti | Page 20

Hustlers Svindl á svindl ofan Hustlers fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa súlustöðum í New York á árunum eftir aldamótin síðustu og löðuðu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu margir hverjir í peningum á þeim tíma. En svo kom hrunið! Kvikmyndin Hustlers verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Tor- onto 7. september og síðan alþjóðlega 13. september en miklar vonir eru bundnar við að hún eigi eftir að njóta vinsælda, enda sögð bæði vel gerð, fyndin og spennandi. Sagan er að grunni til sönn glæpasaga sem gerist eftir hrun þegar nokkrar fyrrverandi dansmeyjar á súlu- og nektarstöðum í New York tóku sig saman um að svindla hressilega á auðugum körlum sem sumir hverjir voru fyrrverandi „viðskiptavinir“ þeirra á dansstöðunum. Í gang fór alveg ótrúlega bíræfin flétta sem átti fljótlega eftir að vinda upp á sig þar til lögreglan komst í málið og allt sprakk í háaloft. Hvernig það gerðist látum við þó væntanlegum áhorfendum eftir að upplifa! Hustlers Glæpadrama / Grín / Sannsögulegt Lili Reinhart, Jennifer Lopez, Keke Palmer og Constance Wu í hlut- verkum sínum í nýjustu mynd leikstjórans Lorene Scafaria, Hustlers. 110 mín Aðalhlutverk: Constance Wu, Jennifer Lopez, Julia Stiles, Keke Palmer, Lili Reinhart, Cardi B, Lizzo, Madeline Brewer og Mercedes Ruehl Leikstjórn: Lorene Scafaria Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 13. september Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, Lorene Scafaria sem á m.a. að baki myndirnar Seeking a Friend for the End of the World og The Meddler, skrifaði einnig handritið að Hustlers og byggði það á sannri sögu sem færð var í letur af blaðakonunni Jessicu Pressler og birt í New York Times árið 2015 undir heitinu The Hustlers at Scores. Greinina má enn nálgast og lesa á netinu. l Jennifer Lopez æfði súludans í nokkra mánuði fyrir gerð þessarar myndar og var þó enginn aukvisi í dansi fyrir. Hermt er að hún sýni til dæmis sannkallaða snilldartakta þegar hún er að kenna Constance Wu undirstöðutaktana í atriðinu sem sjá má ljósmynd úr hér til vinstri. l Þess má geta að Jennifer Lopez er einnig ein af aðalframleiðendum myndarinnar ásamt þeim félögum Will Ferrell og Adam McKay. l Destiny (Constance Wu) fær hér tilsögn frá Ramonu (Jennifer Lopez). Veistu svarið? Stjarna hinnar 37 ára gömlu Constance Wu hefur risið hratt að undanförnu, fyrst í Bandaríkjunum þar sem hún gerði það gott bæði á sviði og í sjón- varpi og svo alþjóðlega þegar hún lék Rachel í einni vinsælustu rómantísku kómedíu ársins 2018. Hvaða? Sagt er að þær Constance Wu og Jennifer Lopez nái einstaklega vel saman í myndinni og séu eftir gerð hennar orðnar bestu vinir í raun. Crazy Rich Asians. 20 Myndir mánaðarins