Myndir mánaðarins MM September 2019 Bíóhluti | Page 18

It: Chapter Two Ekkert getur búið þig undir endinn Tvö ár eru liðin síðan kvikmyndin It sló í gegn í kvikmynda- húsum en hún var eins og flestir vita gerð eftir fyrri hluta samnefndrar bókar Stephens King sem kom út árið 1986 og er af mörgum talin ein hans albesta saga. Þann 6. september verður seinni hluti þessarar mögnuðu sögu frumsýndur, en hann gerist að mestu 27 árum eftir atburðina í fyrri hlutanum. Það má reikna með rafmagnaðri spennu í kvikmyndahúsunum þegar It: Chapter Two verður frumsýnd enda varð fyrri myndin gríðarlega vinsæl og eru þeir því margir sem bíða með óþreyju eftir að sjá hvað gerist í þessari. Við förum ekki nánar út í það hér til að skemma ekki ánægjuna fyrir neinum en viljum samt láta þess getið að framvindan mun koma jafnvel þeim sem lesið hafa söguna verulega á óvart, svo ekki sé talað um þá sem hafa ekki lesið hana! It: Chapter Two 27 árum eftir atburðina í fyrri myndinni hittast þau Ben, Eddie, Mike, Bill, Beverly og Richie á ný í heimabæ sínum, Derry, þar sem trúðurinn Pennywise er kominn á kreik á ný, hættulegri en nokkurn tíma fyrr. Tryllir 165 mín Aðalhlutverk: Bill Skarsgård, Jessica Chastain, James McAvoy, Bill Hader, Finn Wolfhard, Sophia Lillis, James Ransone, Jack Dylan Grazer, Isaiah Mustafa og Jake Weary Leikstjórn: Andy Muschietti Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó og Eyjabíó Frumsýnd 6. september Punktar .................................................... Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en úr innsta hring hafa borist þær fréttir að framleiðendur og aðrir aðstand- endur séu hæstánægðir með afraksturinn og lofa því að þeir áhorfendur sem kunnu vel að meta fyrri hlutann fyrir tveimur árum muni ekki verða fyrir neinum vonbrigðum með þennan seinni hluta. l Leikstjóri It: Chapter Two er sá sami og leikstýrði fyrri hlutanum, Andy Muschietti, og allir aðrir aðstandendur eru einnig þeir sömu. l Þess má að lokum geta að It: Chapter Two er sögð innihalda nokkur atriði sem í raun tilheyra fyrri kaflanum. Þeir sem lesið hafa bókina ættu að vita hvaða atriði þetta eru en öðrum verður komið á óvart! l Pennywise er eins og í fyrri myndinni leikinn af Bill Skarsgård. Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem Jessica Chastain leikur aðalkvenhlutverkið í mynd eftir leikstjórann Andy Muschietti, en það gerði hún einnig í fyrstu mynd hans sem var frumsýnd 2013. Hvaða mynd var það? Hermt er að Bill Hader steli nokkrum sinnum senunni í It: Chapter Two. Mama. 18 Myndir mánaðarins