Myndir mánaðarins MM September 2019 Bíóhluti | Page 10

Bíófréttir – Væntanlegt Tíu árum síðar ... Það eru liðin tíu ár frá því að uppvakningagrínið Zombieland eftir leikstjórann og handrits- höfundinn Ruben Fleischer var frumsýnt og sló í gegn, enda bráðfyndin mynd þrátt fyrir að vera dálítið blóðug – eðlilega. Af þessu tilefni var ákveðið að slá í nýja mynd um þau Little Rock, Angelina Jolie leikur hér á ný hina illu norn Maleficent sem er reyndar ekkert svo ill þegar á reynir, frekar misskilin. Ævintýrið heldur áfram Disney-mynd októbermánaðar er mynd númer tvö um nornina Male- ficent sem eins og menn muna var á sínum tíma ábyrg fyrir því að Þyrnirós (sem nefnist Áróra í þessari útgáfu ævintýrisins) svaf í heila öld eftir að hafa móðgast yfir því að vera ekki boðið í skírn hennar. Allt var það nú reyndar byggt á misskilningi og í ljós kom að í raun var Maleficent ekki eins vond og hún var talin vera. Þann 18. október verður frumsýnd framhaldsmynd þessa ævintýris sem gerist nokkrum árum eftir atburðina í 2014-myndinni þegar Áróra er orðin gjafvaxta og komin með vonbiðil, Filip prins. Þegar hann síðan biður hennar ákveður hún að taka bónorðinu, þvert á vilja Maleficent sem verður alveg öskureið þegar Áróra ákveður að ganga gegn hennar óskum. Reyndar kemur í ljós að Maleficent veit hvað hún syngur því staðreyndin er að Áróru er bráð hætta búin giftist hún prinsinum, en við förum ekki nánar út í það hér hver sú hætta er nema að hún tengist móður prinsins, Ingiríði drottningu. Eins og í fyrri myndinni eru það þær Angelina Jolie og Elle Fanning sem leika þær Maleficent og Áróru en á meðal annarra leikara eru Michelle Pfeiffer, Harris Dickinson, Ed Skrein, Chiwetel Ejiofor, Lesley Manville og Imelda Staunton en leikstjóri er hinn norski Joachim Rønning sem leikstýrði m.a. myndunum Max Manus, Kon Tiki og Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales. Elle Fanning leikur Áróru prinsessu á ný og Michelle Pfeiffer leikur tilvonandi tengdamóður hennar, Ingiríði drottningu. 10 Myndir mánaðarins Wichitu, Tallahassee og Columbus og sjá hvað hefur á daga þeirra drifið á þessum tíu árum sem liðin eru síðan við sáum þau síðast. Sem betur fer eru þau öll heil á húfi þrátt fyrir að uppvakningaplágan sé ekki í rénun og að þau hafi í öll þessi ár þurft að hafa gætur á sínu nánast umhverfi og fara eftir reglunum þrjátíu sem Columbus kynnti fyrir þeim á sínum tíma. Myndin nefnist Zombieland: Double Tap og verður frumsýnd 25. október og geta bæði gamlir vinir fjórmenninganna og nýir rifjað upp kynnin fyrirfram með því að skoða glænýja stikluna sem er auðvitað alveg bráðsmellin ein og sér. Leikstjóri er sá sami og síðast, Ruben Fleischer, en hann hefur sent frá sér þrjár myndir síðan hann gerði Zombieland, þ.e. Gangster Squad, 30 Minutes or Less og Venom. Við fjöllum nánar um söguþráð nýju myndarinnar í næsta blaði. Fjórmenningarnir úr fyrri myndinni snúa aftur, þau Little Rock, Wichita, Tallahassee og Columbus og eru eins og þá leikin af Abigail Breslin, Emmu Stone, Woody Harrelson og Jesse .... ... Eisenberg en einnig bætast við nýjar persónur sem m.a. þau Rosario Dawson, Zoey Deutch, Dan Aykroyd, Luke Wilson og Thomas Middleditch leika. Þess má einnig geta að Bill Murray snýr aftur sem hann sjálfur, hvernig sem það má nú vera.