Myndir mánaðarins MM Október 2019 Bíóhluti | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt Ewan McGregor leikur Danny Torrance, son Jacks og Wendy Torrance sem þau Jack Nicholson og Shelley Duvall léku svo eftirminnilega í The Shining, en Danny var þá ungur drengur. 8 Linda Hamilton snýr aftur sem Sarah Connor í Terminator: Dark Fate, svo og Edward Furlong í hlutverki Johns Connor, en myndin er óbeint framhald af Terminator: Judgement Day. Sagan var ekki öll Connor-mæðginin snúa aftur Hrollvekjuunnendur hafa kannski sumir hverjir þegar tekið eftir að aldrei þessu vant er engin alvöru hrollvekja á dagskrá kvikmyndahúsanna í mánuðinum. Að vísu eru uppvakningar áberandi í Zombieland- myndinni Double Tap sem kemur í bíó 25. október, en hún er samt frekar gaman- mynd en hrollvekja. Góðu fréttirnar fyrir hina sömu er að þeim verður heldur betur bættur þessi hrollvekjuskortur í nóvember þegar nýjasta mynd leikstjórans Mikes Flanagan, Doctor Sleep, sem gerð er eftir samnefndri bók Stephens King, verður frumsýnd. Eins og margir vita er sú saga framhald af The Shining en gerist áratugum seinna þegar hinn skyggni Danny Torrance, sem var bara smágutti þegar atburðirnir í The Shining gerðust, er orðinn fullorðinn og er enn að glíma við að ná tökum á skyggnigáfu sinni. Full ástæða er til að ætla að Doctor Sleep verði hörkugóð, ekki bara vegna orðrómsins sem bendir sterklega til þess heldur líka vegna fyrri verka Mikes Flanagan, ekki síst síðustu myndar hans, Gerald’s Game, sem var einmitt líka byggð á sögu eftir Stephen King, en hún var tvímælalaust á meðal bestu spennutrylla ársins 2017. Þess utan á Mike m.a. að baki hinar stórfínu hrollvekjur Oculus, Before I Wake og Hush. Doctor Sleep er á dagskrá 8. nóvember og þess má geta að stikla númer tvö úr henni var frumsýnd á netinu á dögunum. Þann 1. nóvember verður ein umtalaðasta mynd ársins, Terminator: Dark Fate, loksins frumsýnd en eins og við höfum áður bent á hér í blaðinu gerist hún 27 árum eftir atburðina sem áttu sér stað í Terminator 2: Judgment Day sem var frumsýnd árið 1991 og gerir sagan í henni ráð fyrir að það sem gerðist í framhaldsmyndunum þremur, Terminator 3: Rise of the Machines (2003), Terminator Salvation (2009) og Terminator Genisys (2015) hafi annað hvort aldrei gerst eða þá gerst í einhverjum hliðarveruleika. Þau Linda Hamilton, Edward Furlong og Arnold Schwarzenegger snúa öll aftur sem þau Sarah Connor, John Connor og tortímandinn sem bjargaði John frá bráðum bana árið 1991 og undan hinu þróaða vélmenni T-1000 sem Robert Patrick lék. Það sem meira er er að sjálfur höfundurinn og höfuðpaurinn James Cameron snýr líka aftur sem söguhöfundur og framleiðandi, en hann kom svo að segja ekkert nálægt áður- nefndum framhaldsmyndum að öðru leyti en því að samþykkja gerð þeirra. Með önnur stærstu hlutverkin í nýju myndinni fara þau Natalia Reyes, sem leikur unga stúlku, Dani Ramos, sem vélmenn- um framtíðar stafar ógn af og vilja því drepa, Mackenzie Davis sem leikur verndara hennar, Grace, og svo Gabriel Luna sem leikur enn eina uppfærðu gerðina af tortímanda úr framtíðinni. Við fjöllum betur um söguna í myndinni í næsta blaði en þangað til geta áhugasamir að sjálfsögðu kynnt sér stiklurnar sem eru þrjár talsins. Í Doctor Sleep hverfum við m.a. aftur til Overlook-hótelsins þar sem atburðirnir í The Shining gerðust. Hér gægist Danny í gegnum gatið fræga á hurðinni sem pabbi hans hjó en í stiklu myndarinnar eru nokkrar fleiri tilvísanir í atburði þeirrar sögu. Arnold Schwarzenegger, sem varð 72 ára í júlí, er hvergi af baki dottinn og leikur hér sama vinveitta tortímandann og hann lék í Terminator: Judgement Day árið 1991 eftir að hafa leikið vonda tortímandann í upphaflegu myndinni sem var frumsýnd 1984. Myndir mánaðarins